Værum ekki að endurvekja Laundromat nema dæmið gengi upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2019 09:00 Framkvæmdastjórinn Sölvi Snær Magnússon mun standa vaktina á Laundromat. Hann býr að margvíslegri reynslu úr viðskiptalífinu, til að mynda er hann vanur því að steikja hamborgara fram á rauða nótt. Það mun eflaust koma sér vel í nýja starfinu. Vísir/Vilhelm Tæplega eitt og hálft ár er síðan þvottakaffihúsið Laundromat skellti í lás í Austurstræti, sem þótti harmafregn. Staðurinn hafði verið starfræktur í átta ár við góðan orðstír - allt þar til veitingamaðurinn Friðrik Weishappel tilkynnti að viðræður um áframhaldandi starfsemi við Austurstræti 9 hefðu siglt í strand. „Mikið asskoti var þetta gaman,“ skrifaði Friðrik er hann tilkynnti um lokun Laundromat í febrúar 2018. Greinilegt er að Friðrik laug engu um gamanið því nú á að reyna aftur. Fyrirhugað er að Laundromat opni aftur í lok júní í nokkuð óbreyttri mynd, á sama stað og síðast. Friðrik hefur ennþá óbeina aðkomu að staðnum, enda eigandi Laundromat-vörumerkisins, en reksturinn verður í nýjum höndum. Þær verða þó ekki sóttar langt, því nýr framkvæmdastjóri kaffihússins tengist Friðriki fjölskylduböndum. „Já, Friðrik er móðurbróðir minn,“ segir Sölvi Snær Magnússon sem, ásamt kærustu sinni Kristínu Ástu Matthíasdóttur og parinu Ásgeiri Kolbeinssyni og Bryndísi Heru Gísladóttur, mun halda utan um rekstur Laundromat. Þau hafa gert sérleyfissamning við Friðrik um notkun á nafni og útliti staðarins, sem þau greiða fyrir, en að öðru leyti kemur Friðrik ekkert að daglegum rekstri. Hann mun þó vinna náið með hópnum í upphafi „og fylgja þessu vel úr hlaði,“ eins og Sölvi kemst að orði. Sölvi tók á móti blaðamanni Vísis á blíðviðrisdegi í vikunni. Þrátt fyrir að sólin hafi ekki baðað Laundromat ljósi, því gluggar staðarins hafa verið þaktir með veggspjöldum sem tilkynna um endurkomu staðarins, mátti glögglega sjá hvað er í vændum. Uppsetning staðarins; bókahillurnar í barborðinu, básarnir, eldhúsið og þvottaaðstaðan á neðri hæðinni – allt er þetta á nákvæmlega sama stað og áður. „Við ætlum reyndar að vera með landakortin á öðrum vegg, annars verður staðurinn nákvæmlega eins og hann var,“ segir Sölvi.Friðrik Weishappel fyrir framan landakortin umræddu.VISIR/VILHELMEn hvað fékk þau til að láta reyna aftur á gamla hugmynd, hugmynd sem nú þegar hefur fjarað einu sinni út? „Okkur Ásgeiri datt í hug að það gæti verið snjallt að heyra í Friðriki um að opna aftur hérna. Staðurinn var býsna vinsæll á sínum tíma og við teljum að það vanti svona stað í miðbæinn. Það eru vissulega margir veitingastaðir og kaffihús í miðborginni, en fátt sem segja má að sé þar á milli,“ segir Sölvi. „Eitthvað fjölskylduvænt, þar sem þú getur verið á kvöldin og gripið í spil, lesið bók eða setið við skriftir.“ Sölvi segir að þau séu svo sannarlega ekki að finna upp hjólið í veitingabransa borgarinnar. „Við ætlum hins vegar að bjóða upp á góðan mat og drykk á sanngjörnu verði, auk þess sem við ætlum að vera með „gleðistundir“ á skemmtilegri tímum en margir aðrir eru með. Fyrst og fremst er það þó upplifunin að vera hérna inni, það er ákveðinn andi á þessum stað. Við teljum að fólk sakni hans.“ Sölvi hefur nokkuð til síns máls. Þrátt fyrir að mega teljast enn eitt kaffihúsið í borginni vöktu fyrstu fregnir af endurkomu Laundromat gríðarmikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Á þriðja hundrað hafa látið ánægju sína í ljós, ýmist með þumlum eða athugasemdum á Facebook-síðu kaffihússins. „Svo höfum við fengið fjöldann allan af skilaboðum, ekki síst frá ferðamönnum sem segjast eiga margar góðar minningar héðan,“ segir Sölvi. Og talandi um ferðamenn: Þegar Laundromat opnaði fyrst árið 2011 má segja að staðurinn hafi flotið á ferðamannabylgjunni sem flætt hefur ofan í vasa margra verta á undanförnum árum. Nú er hins vegar uppgangurinn að baki og niðursveiflan þegar farin að gera vart við sig, með fækkandi ferðamönnum og boðuðum samdrætti.Óttist þið ekkert þessa stöðu? Eruði ekki að opna staðinn á óheppilegum tíma?„Vissulega hefði verið gaman ef þessi endalausa ferðamannaaukning hefði haldið áfram og WOW air væri ennþá lifandi. Við upplifum það engu að síður þannig að það sé pláss á markaðnum fyrir stað eins og þennan, auk þess sem það er mikil uppbygging í miðborginni sem mun bara koma til með að hjálpa okkur.“ Þar vísar Sölvi til uppbyggingarinnar á Hafnartorgi, Mariott-hótelsins sem rís við hlið Hörpu, Hótels Reykjavík sem sprettur upp úr Íslandsbankareitnum við Lækjargötu og hins margumtalaða og umdeilda hótels sem unnið er að við Austurvöll. „Það er margt að gerast í miðbænum og fyrirtæki eru svolítið að veðja á miðbæinn. Svo verðum við auðvitað að bíða og sjá – en við teljum að Laundromat eigi ennþá erindi í þessa flóru.“ Því er heldur ekki að neita að þegar Laundromat opnaði á sínum tíma var þungt yfir þjóðarbúinu – „og fólk var að horfa í budduna en samt gekk reksturinn. Svo má heldur ekki líta hjá því að það eru margfalt fleiri ferðamenn að koma til landsins í ár en gerðu árið 2011.“ Dómsdagsspár eru því ótímabærar að mati Sölva, þó svo að gorkúluvöxturinn sé að baki.Egill Jacobsen. Fæddur: Febrúar 2018. Dáinn: Desember 2018.Vísir/vilhelmEn ef Laundromat var raunverulega svona vinsæll og á ennþá erindi í miðborginni eins og þú vilt meina, af hverju var honum þá lokað á sínum tíma? Hvað var það sem klikkaði síðast?„Ég var því miður ekkert hluti af þeim rekstri þannig að ég þekki þá sögu ekki nógu vel,“ segir Sölvi. „En þá var einfaldlega ákveðið að nota rýmið frekar undir franskt „brasserie,“ ekki ósvipað Kaffi París.“ Vísar hann þar til veitingastaðarins Egils Jacobsen, sem lifði í 10 mánuði áður en honum var skellt í lás um síðastliðin áramót. Í samtali við Vísi á sínum tíma sagði eigandi Egils Jacobsen að það hafi ekki síst verið hátt leiguverð á þessum fjölfarna stað í miðborginni sem gert hafi útslagið. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Hópurinn að baki Laundromat lætur það þó ekki stöðva sig.„Já, við vitum hver leigan er – en vitum líka að salan var mikil á Laundromat á sínum tíma. Það dæmi virðist ganga upp, annars hefðum við ekki tekið ákvörðun um að fara út í þennan rekstur.“ Sölvi segir að því sé þó ekki að neita að leiguverð fyrir atvinnuhúsnæði í miðborginni sé orðið hátt. Skemmst ber að nefna raunasögu kaffihússins C is for Cookie sem lokaði í upphafi árs eftir að leiguverðið hækkaði um rúm 100 prósent. Svipaða sögu er að segja af horni Skólavörðustígs og Laugavegar, þar var minjagripaversluninni Fóu skellt í lás eftir að húseigandi krafðist hærri leigugreiðslu.Þvottavélarnar verða á sínum stað, sem Sölvi segir að fyrirtæki og ferðamenn hafi nýtt sér í miklum mæli.LaundromatTil að mæta þessum kostnaði segir Sölvi að ákveðið hafi verið að draga úr óþarfa útgjöldum, til að mynda með því að „straumlínulaga matseðilinn,“ eins og hann kemst að orði. Búið sé að fjarlægja rétti af matseðlinum sem kröfðust mikillar handavinnu en seldust lítið. Fyrir vikið hafi hráefni og fjölmargar vinnustundir farið í vaskinn. „En þetta spilar líka inn í umræðuna um matarsóun og þá nýju veröld sem við búum í,“ segir Sölvi. Af þeim sökum mun Laundromat jafnframt bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af réttum staðarins, eins og brönsinum sem naut mikilla vinsælda hjá ferðamönnum og timbruðum stúdentum. Þá mun fólk einnig geta beðið um ketó-útgáfur af matnum – „enda verðum við að bregðast við öllum þessum æðum sem grípa Íslendinga,“ segir Sölvi og hlær.Brenglaður hádegismarkaður hræðir ekki „Eins verðum við með rétt dagsins í hádeginu, sem ætti að höfða til allra. Maður hefur heyrt að það séu einhverjir staðir í miðbænum sem eru hættir að bjóða upp á mat í hádeginu,“ segir Sölvi. Ætla má að „brenglaður“ markaður í hádeginu spili þar inn í, eins og eigendur Snaps orðuðu það í lok síðasta árs, enda er nú víða hægt að fara á veitingastaði í hádeginu og fá tvo rétti á verði eins með tilboðum frá símafyrirtækjum. Sölvi er þó hvergi banginn. „Við ætlum engu að síður að bjóða upp á hollan og góðan hádegismat, sem fólk hefur jafnvel þurft að sækja út fyrir miðborgina til þessa.“Sölvi gerir ráð fyrir að geta tekið á móti nýbökuðum mæðrum, börnum þeirra og brjóstum í júnílok.Vísir/vilhelmBorgarar, föt og fjölmiðlar Sölvi hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hann starfaði til að mynda í rúman áratug hjá fataverslunarkeðjunni NTC, auk þess sem hann var sölustjóri sjónvarpsmiðla Stöðvar 2 í önnur tíu ár. „Þannig að ég þekki það hlutverk vel, að vera sölumaður eða gestgjafi, sem ég mun taka með mér í þetta,“ segir Sölvi. „Ég reyndar hóf minn starfsferli á hamborgarastað í Lækjargötu, Smáréttum, sem var gríðarlega vinsæll – kannski vegna þess að hann var eini staðurinn sem var opinn á nóttunni á þeim tíma. Þar var yfirmaður minn Hafsteinn Gilsson, sem kenndi mér ansi margt. Þannig að ég er svo sannarlega með bakgrunn í brasserie-inu líka,“ segir Sölvi Sem fyrr segir er stefnan sett á að Laundromat opni í lok júnímánaðar og ættu þau Sölvi, Kristín, Ásgeir og Hera því að ná hátindi sumarvertíðarinnar í ferðamennskunni. „Við munum auðvitað þjóna ferðamönnum en við ætlum líka að leggja áherslu á að þjóna Íslendingum. Við viljum fá fjölskyldufólkið í bröns og hafa stuð á kvöldin. Við ætlum að vera með fasta viðburði, sem verða betur kynntir síðar, þannig að fólk geti alltaf gengið að því að það sé eitthvað um að vera hjá okkur á ákveðnum kvöldum. Bjóða upp á fastan punkt í tilverunni.“ Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skella í lás í Austurstræti eftir tíu mánaða rekstur Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. 10. desember 2018 11:15 Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Slæm tíð og mikil þensla hefur haft áhrif á reksturinn. 3. september 2018 11:30 Friðrik lokar Laundromat Café Friðrik Weishappel sendir frá sér hjartnæma yfirlýsingu. 9. febrúar 2018 11:12 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tæplega eitt og hálft ár er síðan þvottakaffihúsið Laundromat skellti í lás í Austurstræti, sem þótti harmafregn. Staðurinn hafði verið starfræktur í átta ár við góðan orðstír - allt þar til veitingamaðurinn Friðrik Weishappel tilkynnti að viðræður um áframhaldandi starfsemi við Austurstræti 9 hefðu siglt í strand. „Mikið asskoti var þetta gaman,“ skrifaði Friðrik er hann tilkynnti um lokun Laundromat í febrúar 2018. Greinilegt er að Friðrik laug engu um gamanið því nú á að reyna aftur. Fyrirhugað er að Laundromat opni aftur í lok júní í nokkuð óbreyttri mynd, á sama stað og síðast. Friðrik hefur ennþá óbeina aðkomu að staðnum, enda eigandi Laundromat-vörumerkisins, en reksturinn verður í nýjum höndum. Þær verða þó ekki sóttar langt, því nýr framkvæmdastjóri kaffihússins tengist Friðriki fjölskylduböndum. „Já, Friðrik er móðurbróðir minn,“ segir Sölvi Snær Magnússon sem, ásamt kærustu sinni Kristínu Ástu Matthíasdóttur og parinu Ásgeiri Kolbeinssyni og Bryndísi Heru Gísladóttur, mun halda utan um rekstur Laundromat. Þau hafa gert sérleyfissamning við Friðrik um notkun á nafni og útliti staðarins, sem þau greiða fyrir, en að öðru leyti kemur Friðrik ekkert að daglegum rekstri. Hann mun þó vinna náið með hópnum í upphafi „og fylgja þessu vel úr hlaði,“ eins og Sölvi kemst að orði. Sölvi tók á móti blaðamanni Vísis á blíðviðrisdegi í vikunni. Þrátt fyrir að sólin hafi ekki baðað Laundromat ljósi, því gluggar staðarins hafa verið þaktir með veggspjöldum sem tilkynna um endurkomu staðarins, mátti glögglega sjá hvað er í vændum. Uppsetning staðarins; bókahillurnar í barborðinu, básarnir, eldhúsið og þvottaaðstaðan á neðri hæðinni – allt er þetta á nákvæmlega sama stað og áður. „Við ætlum reyndar að vera með landakortin á öðrum vegg, annars verður staðurinn nákvæmlega eins og hann var,“ segir Sölvi.Friðrik Weishappel fyrir framan landakortin umræddu.VISIR/VILHELMEn hvað fékk þau til að láta reyna aftur á gamla hugmynd, hugmynd sem nú þegar hefur fjarað einu sinni út? „Okkur Ásgeiri datt í hug að það gæti verið snjallt að heyra í Friðriki um að opna aftur hérna. Staðurinn var býsna vinsæll á sínum tíma og við teljum að það vanti svona stað í miðbæinn. Það eru vissulega margir veitingastaðir og kaffihús í miðborginni, en fátt sem segja má að sé þar á milli,“ segir Sölvi. „Eitthvað fjölskylduvænt, þar sem þú getur verið á kvöldin og gripið í spil, lesið bók eða setið við skriftir.“ Sölvi segir að þau séu svo sannarlega ekki að finna upp hjólið í veitingabransa borgarinnar. „Við ætlum hins vegar að bjóða upp á góðan mat og drykk á sanngjörnu verði, auk þess sem við ætlum að vera með „gleðistundir“ á skemmtilegri tímum en margir aðrir eru með. Fyrst og fremst er það þó upplifunin að vera hérna inni, það er ákveðinn andi á þessum stað. Við teljum að fólk sakni hans.“ Sölvi hefur nokkuð til síns máls. Þrátt fyrir að mega teljast enn eitt kaffihúsið í borginni vöktu fyrstu fregnir af endurkomu Laundromat gríðarmikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Á þriðja hundrað hafa látið ánægju sína í ljós, ýmist með þumlum eða athugasemdum á Facebook-síðu kaffihússins. „Svo höfum við fengið fjöldann allan af skilaboðum, ekki síst frá ferðamönnum sem segjast eiga margar góðar minningar héðan,“ segir Sölvi. Og talandi um ferðamenn: Þegar Laundromat opnaði fyrst árið 2011 má segja að staðurinn hafi flotið á ferðamannabylgjunni sem flætt hefur ofan í vasa margra verta á undanförnum árum. Nú er hins vegar uppgangurinn að baki og niðursveiflan þegar farin að gera vart við sig, með fækkandi ferðamönnum og boðuðum samdrætti.Óttist þið ekkert þessa stöðu? Eruði ekki að opna staðinn á óheppilegum tíma?„Vissulega hefði verið gaman ef þessi endalausa ferðamannaaukning hefði haldið áfram og WOW air væri ennþá lifandi. Við upplifum það engu að síður þannig að það sé pláss á markaðnum fyrir stað eins og þennan, auk þess sem það er mikil uppbygging í miðborginni sem mun bara koma til með að hjálpa okkur.“ Þar vísar Sölvi til uppbyggingarinnar á Hafnartorgi, Mariott-hótelsins sem rís við hlið Hörpu, Hótels Reykjavík sem sprettur upp úr Íslandsbankareitnum við Lækjargötu og hins margumtalaða og umdeilda hótels sem unnið er að við Austurvöll. „Það er margt að gerast í miðbænum og fyrirtæki eru svolítið að veðja á miðbæinn. Svo verðum við auðvitað að bíða og sjá – en við teljum að Laundromat eigi ennþá erindi í þessa flóru.“ Því er heldur ekki að neita að þegar Laundromat opnaði á sínum tíma var þungt yfir þjóðarbúinu – „og fólk var að horfa í budduna en samt gekk reksturinn. Svo má heldur ekki líta hjá því að það eru margfalt fleiri ferðamenn að koma til landsins í ár en gerðu árið 2011.“ Dómsdagsspár eru því ótímabærar að mati Sölva, þó svo að gorkúluvöxturinn sé að baki.Egill Jacobsen. Fæddur: Febrúar 2018. Dáinn: Desember 2018.Vísir/vilhelmEn ef Laundromat var raunverulega svona vinsæll og á ennþá erindi í miðborginni eins og þú vilt meina, af hverju var honum þá lokað á sínum tíma? Hvað var það sem klikkaði síðast?„Ég var því miður ekkert hluti af þeim rekstri þannig að ég þekki þá sögu ekki nógu vel,“ segir Sölvi. „En þá var einfaldlega ákveðið að nota rýmið frekar undir franskt „brasserie,“ ekki ósvipað Kaffi París.“ Vísar hann þar til veitingastaðarins Egils Jacobsen, sem lifði í 10 mánuði áður en honum var skellt í lás um síðastliðin áramót. Í samtali við Vísi á sínum tíma sagði eigandi Egils Jacobsen að það hafi ekki síst verið hátt leiguverð á þessum fjölfarna stað í miðborginni sem gert hafi útslagið. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Hópurinn að baki Laundromat lætur það þó ekki stöðva sig.„Já, við vitum hver leigan er – en vitum líka að salan var mikil á Laundromat á sínum tíma. Það dæmi virðist ganga upp, annars hefðum við ekki tekið ákvörðun um að fara út í þennan rekstur.“ Sölvi segir að því sé þó ekki að neita að leiguverð fyrir atvinnuhúsnæði í miðborginni sé orðið hátt. Skemmst ber að nefna raunasögu kaffihússins C is for Cookie sem lokaði í upphafi árs eftir að leiguverðið hækkaði um rúm 100 prósent. Svipaða sögu er að segja af horni Skólavörðustígs og Laugavegar, þar var minjagripaversluninni Fóu skellt í lás eftir að húseigandi krafðist hærri leigugreiðslu.Þvottavélarnar verða á sínum stað, sem Sölvi segir að fyrirtæki og ferðamenn hafi nýtt sér í miklum mæli.LaundromatTil að mæta þessum kostnaði segir Sölvi að ákveðið hafi verið að draga úr óþarfa útgjöldum, til að mynda með því að „straumlínulaga matseðilinn,“ eins og hann kemst að orði. Búið sé að fjarlægja rétti af matseðlinum sem kröfðust mikillar handavinnu en seldust lítið. Fyrir vikið hafi hráefni og fjölmargar vinnustundir farið í vaskinn. „En þetta spilar líka inn í umræðuna um matarsóun og þá nýju veröld sem við búum í,“ segir Sölvi. Af þeim sökum mun Laundromat jafnframt bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af réttum staðarins, eins og brönsinum sem naut mikilla vinsælda hjá ferðamönnum og timbruðum stúdentum. Þá mun fólk einnig geta beðið um ketó-útgáfur af matnum – „enda verðum við að bregðast við öllum þessum æðum sem grípa Íslendinga,“ segir Sölvi og hlær.Brenglaður hádegismarkaður hræðir ekki „Eins verðum við með rétt dagsins í hádeginu, sem ætti að höfða til allra. Maður hefur heyrt að það séu einhverjir staðir í miðbænum sem eru hættir að bjóða upp á mat í hádeginu,“ segir Sölvi. Ætla má að „brenglaður“ markaður í hádeginu spili þar inn í, eins og eigendur Snaps orðuðu það í lok síðasta árs, enda er nú víða hægt að fara á veitingastaði í hádeginu og fá tvo rétti á verði eins með tilboðum frá símafyrirtækjum. Sölvi er þó hvergi banginn. „Við ætlum engu að síður að bjóða upp á hollan og góðan hádegismat, sem fólk hefur jafnvel þurft að sækja út fyrir miðborgina til þessa.“Sölvi gerir ráð fyrir að geta tekið á móti nýbökuðum mæðrum, börnum þeirra og brjóstum í júnílok.Vísir/vilhelmBorgarar, föt og fjölmiðlar Sölvi hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hann starfaði til að mynda í rúman áratug hjá fataverslunarkeðjunni NTC, auk þess sem hann var sölustjóri sjónvarpsmiðla Stöðvar 2 í önnur tíu ár. „Þannig að ég þekki það hlutverk vel, að vera sölumaður eða gestgjafi, sem ég mun taka með mér í þetta,“ segir Sölvi. „Ég reyndar hóf minn starfsferli á hamborgarastað í Lækjargötu, Smáréttum, sem var gríðarlega vinsæll – kannski vegna þess að hann var eini staðurinn sem var opinn á nóttunni á þeim tíma. Þar var yfirmaður minn Hafsteinn Gilsson, sem kenndi mér ansi margt. Þannig að ég er svo sannarlega með bakgrunn í brasserie-inu líka,“ segir Sölvi Sem fyrr segir er stefnan sett á að Laundromat opni í lok júnímánaðar og ættu þau Sölvi, Kristín, Ásgeir og Hera því að ná hátindi sumarvertíðarinnar í ferðamennskunni. „Við munum auðvitað þjóna ferðamönnum en við ætlum líka að leggja áherslu á að þjóna Íslendingum. Við viljum fá fjölskyldufólkið í bröns og hafa stuð á kvöldin. Við ætlum að vera með fasta viðburði, sem verða betur kynntir síðar, þannig að fólk geti alltaf gengið að því að það sé eitthvað um að vera hjá okkur á ákveðnum kvöldum. Bjóða upp á fastan punkt í tilverunni.“
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skella í lás í Austurstræti eftir tíu mánaða rekstur Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. 10. desember 2018 11:15 Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Slæm tíð og mikil þensla hefur haft áhrif á reksturinn. 3. september 2018 11:30 Friðrik lokar Laundromat Café Friðrik Weishappel sendir frá sér hjartnæma yfirlýsingu. 9. febrúar 2018 11:12 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skella í lás í Austurstræti eftir tíu mánaða rekstur Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. 10. desember 2018 11:15
Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Slæm tíð og mikil þensla hefur haft áhrif á reksturinn. 3. september 2018 11:30
Friðrik lokar Laundromat Café Friðrik Weishappel sendir frá sér hjartnæma yfirlýsingu. 9. febrúar 2018 11:12