Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 09:59 Rapparinn og leikarinn Pras. getty/Vincent Sandoval Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira