Ólafur Ingi: Skil ekki að KSÍ setji þennan mann á þennan leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2019 21:53 Ólafur Ingi Skúlason er fyrirliði Fylkis. vísir/vilhelm Ólafur Ingi Skúlason var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Fylkis í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en vítaspyrna fór forgörðum hjá KR. Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Fylki stig í uppbótartíma eftir að Tobias Thomsen hafði komið KR yfir í fyrri hálfleik. „Gott stig, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við lágum á þeim hérna undir lokin og mér fannst við vera miklu betra liðið í seinni hálfleik, verðskuldað stig,“ sagði Ólafur Ingi, fyrirliði Fylkis, í leikslok. „Þetta var baráttuleikur en við byrjuðum ekki nógu vel. Vorum ekki tilbúnir í slaginn í byrjun, við náðum ekki að leysa út úr pressunni eins og við viljum og svo slökkvum við á okkur í horni, sem á ekki að gerast, og þeir fá auðvelt mark.“ Snemma leiks dæmdi Helgi Mikael Jónasson vítaspyrnu á Ólaf Inga eftir að Pálmi Rafn Pálmason féll niður í teignum. Við endursýningar virtust þeir einfaldlega hlaupa á hvorn annan og því hart að dæma vítaspyrnu. Ólafur var ekki lengi að svara því hvort þetta hefði átt að vera vítaspyrna, „nei,“ sagði hann einfaldlega. „Mér fannst dómarinn bara vera alveg hræðilega slakur í dag, ég verð bara að segja það. Mér fannst hann missa tökin á þessu.“ „Við áttumst við í Reykjavíkurmótinu líka, þessi tvö lið, og það eru yfirleitt miklir baráttuleikir. Hann dæmdi báða þá leiki líka og hafði engin tök á því heldur, þannig að ég skil ekki hvað þetta annars ágætisfólk hjá KSÍ er að gera með því að setja þennan mann á þennan leik.“ „Hann dæmdi illa á bæði lið fannst mér og það er ekkert honum að kenna úrslitin, en þetta var aldrei víti,“ sagði Ólafur Ingi. Aron Snær Friðriksson varði frá Pálma Rafni úr vítinu en Tobias Thomsen skoraði mark KR stuttu seinna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Fylkis í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en vítaspyrna fór forgörðum hjá KR. Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Fylki stig í uppbótartíma eftir að Tobias Thomsen hafði komið KR yfir í fyrri hálfleik. „Gott stig, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við lágum á þeim hérna undir lokin og mér fannst við vera miklu betra liðið í seinni hálfleik, verðskuldað stig,“ sagði Ólafur Ingi, fyrirliði Fylkis, í leikslok. „Þetta var baráttuleikur en við byrjuðum ekki nógu vel. Vorum ekki tilbúnir í slaginn í byrjun, við náðum ekki að leysa út úr pressunni eins og við viljum og svo slökkvum við á okkur í horni, sem á ekki að gerast, og þeir fá auðvelt mark.“ Snemma leiks dæmdi Helgi Mikael Jónasson vítaspyrnu á Ólaf Inga eftir að Pálmi Rafn Pálmason féll niður í teignum. Við endursýningar virtust þeir einfaldlega hlaupa á hvorn annan og því hart að dæma vítaspyrnu. Ólafur var ekki lengi að svara því hvort þetta hefði átt að vera vítaspyrna, „nei,“ sagði hann einfaldlega. „Mér fannst dómarinn bara vera alveg hræðilega slakur í dag, ég verð bara að segja það. Mér fannst hann missa tökin á þessu.“ „Við áttumst við í Reykjavíkurmótinu líka, þessi tvö lið, og það eru yfirleitt miklir baráttuleikir. Hann dæmdi báða þá leiki líka og hafði engin tök á því heldur, þannig að ég skil ekki hvað þetta annars ágætisfólk hjá KSÍ er að gera með því að setja þennan mann á þennan leik.“ „Hann dæmdi illa á bæði lið fannst mér og það er ekkert honum að kenna úrslitin, en þetta var aldrei víti,“ sagði Ólafur Ingi. Aron Snær Friðriksson varði frá Pálma Rafni úr vítinu en Tobias Thomsen skoraði mark KR stuttu seinna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira