Ólafur Ingi: Skil ekki að KSÍ setji þennan mann á þennan leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2019 21:53 Ólafur Ingi Skúlason er fyrirliði Fylkis. vísir/vilhelm Ólafur Ingi Skúlason var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Fylkis í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en vítaspyrna fór forgörðum hjá KR. Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Fylki stig í uppbótartíma eftir að Tobias Thomsen hafði komið KR yfir í fyrri hálfleik. „Gott stig, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við lágum á þeim hérna undir lokin og mér fannst við vera miklu betra liðið í seinni hálfleik, verðskuldað stig,“ sagði Ólafur Ingi, fyrirliði Fylkis, í leikslok. „Þetta var baráttuleikur en við byrjuðum ekki nógu vel. Vorum ekki tilbúnir í slaginn í byrjun, við náðum ekki að leysa út úr pressunni eins og við viljum og svo slökkvum við á okkur í horni, sem á ekki að gerast, og þeir fá auðvelt mark.“ Snemma leiks dæmdi Helgi Mikael Jónasson vítaspyrnu á Ólaf Inga eftir að Pálmi Rafn Pálmason féll niður í teignum. Við endursýningar virtust þeir einfaldlega hlaupa á hvorn annan og því hart að dæma vítaspyrnu. Ólafur var ekki lengi að svara því hvort þetta hefði átt að vera vítaspyrna, „nei,“ sagði hann einfaldlega. „Mér fannst dómarinn bara vera alveg hræðilega slakur í dag, ég verð bara að segja það. Mér fannst hann missa tökin á þessu.“ „Við áttumst við í Reykjavíkurmótinu líka, þessi tvö lið, og það eru yfirleitt miklir baráttuleikir. Hann dæmdi báða þá leiki líka og hafði engin tök á því heldur, þannig að ég skil ekki hvað þetta annars ágætisfólk hjá KSÍ er að gera með því að setja þennan mann á þennan leik.“ „Hann dæmdi illa á bæði lið fannst mér og það er ekkert honum að kenna úrslitin, en þetta var aldrei víti,“ sagði Ólafur Ingi. Aron Snær Friðriksson varði frá Pálma Rafni úr vítinu en Tobias Thomsen skoraði mark KR stuttu seinna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Fylkis í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en vítaspyrna fór forgörðum hjá KR. Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Fylki stig í uppbótartíma eftir að Tobias Thomsen hafði komið KR yfir í fyrri hálfleik. „Gott stig, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við lágum á þeim hérna undir lokin og mér fannst við vera miklu betra liðið í seinni hálfleik, verðskuldað stig,“ sagði Ólafur Ingi, fyrirliði Fylkis, í leikslok. „Þetta var baráttuleikur en við byrjuðum ekki nógu vel. Vorum ekki tilbúnir í slaginn í byrjun, við náðum ekki að leysa út úr pressunni eins og við viljum og svo slökkvum við á okkur í horni, sem á ekki að gerast, og þeir fá auðvelt mark.“ Snemma leiks dæmdi Helgi Mikael Jónasson vítaspyrnu á Ólaf Inga eftir að Pálmi Rafn Pálmason féll niður í teignum. Við endursýningar virtust þeir einfaldlega hlaupa á hvorn annan og því hart að dæma vítaspyrnu. Ólafur var ekki lengi að svara því hvort þetta hefði átt að vera vítaspyrna, „nei,“ sagði hann einfaldlega. „Mér fannst dómarinn bara vera alveg hræðilega slakur í dag, ég verð bara að segja það. Mér fannst hann missa tökin á þessu.“ „Við áttumst við í Reykjavíkurmótinu líka, þessi tvö lið, og það eru yfirleitt miklir baráttuleikir. Hann dæmdi báða þá leiki líka og hafði engin tök á því heldur, þannig að ég skil ekki hvað þetta annars ágætisfólk hjá KSÍ er að gera með því að setja þennan mann á þennan leik.“ „Hann dæmdi illa á bæði lið fannst mér og það er ekkert honum að kenna úrslitin, en þetta var aldrei víti,“ sagði Ólafur Ingi. Aron Snær Friðriksson varði frá Pálma Rafni úr vítinu en Tobias Thomsen skoraði mark KR stuttu seinna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira