Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. maí 2019 20:15 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, efast um að Assange verði ákærður í Svíþjóð. Vísir/Vilhelm „Að sumu leyti má bara fagna því að geti fengið þarna tækifæri til að hreinsa mannorð sitt í eitt skipti fyrir öll,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um nýjustu vendingar á máli Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks. Varasaksóknari í Svíþjóð tilkynnti í morgun um að rannsókn á ásökunum um nauðgun á hendur Assange verður opnuð á ný. Ásökun þess efnis kom fyrst fram árið 2010. Rannsóknir vegna þessara ásakana voru tvívegis felldar niður en málið fór af stað eftir að Assange var handtekinn eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Saksóknaraembættið telur vera til vísbendingar renni stoð undir ásakanirnar. Það sama telur lögmaður konunnar sem bar upp ásakanirnar. „Ég er sannfærð um að enginn saksóknari myndi enduropna mál af þessum toga nema að viðunandi sönnunargögn séu til staðar,“ sagði Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, á blaðamannafundi í dag. Elisabeth Massi Fritz lögmaður konunnar sem hefur ásakað Julian Assange um nauðgun.Vísir/Vilhelm Kristinn bendir á að málið hafi áður verið látið niður falla og efast um að rannsókn að þessu sinni leiði til ákæru. „Það er búið að loka þessu máli tvisvar, 2010 og 2017,“ segir Kristinn. „Saksóknarinn neitaði árum saman að yfirheyra hann í London til þess að hnika málinu áfram. Það var ekki fyrr en dómstólar í Svíþjóð skikkuðu hana til þess. Þá gerði hún það og lokaði málinu í kjölfarið. Nú er þetta komið aftur í einhverju pólitísku andrúmi. Gott og vel þá er bara gott að klára það og rétt að hafa í huga að þetta eru ásakanir en ekki ákæra. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir eitt né neitt.“ Meint brot Assange fyrnist á næsta ári. Saksóknarar í Svíþjóð hafa óskað eftir því að beiðni um framsal þurfi að fara hratt fram vegna þessa. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig farið fram á framsal Assange. Alríkisdómstóll í Virginíu hefur birt ákæru á hendur honum þar sem hann er sakaður um að hafa, í slagtogi við Chelsea Manning, brotist inn í tölvukerfi þarlendra leyniþjónustustofnana. Það er í höndum breskra stjórnvalda hvaða afstaða er tekin til framsalsbeiðnanna tveggja. Kristinn segir að ákvörðun þess efnis verði vafalaust tekin á pólitískum grundvelli. „Pólitík er búin að vera samofin þessu máli í næstum því áratug,“ segir hann. „Það er pólitík í Bandaríkjunum, það var augljóslega pólitík í Ekvador og það er pólitík í Bretlandi. Það er pólitísk ákvörðun núna í Svíþjóð að fara að hreyfa við þessu máli.“ Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Að sumu leyti má bara fagna því að geti fengið þarna tækifæri til að hreinsa mannorð sitt í eitt skipti fyrir öll,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um nýjustu vendingar á máli Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks. Varasaksóknari í Svíþjóð tilkynnti í morgun um að rannsókn á ásökunum um nauðgun á hendur Assange verður opnuð á ný. Ásökun þess efnis kom fyrst fram árið 2010. Rannsóknir vegna þessara ásakana voru tvívegis felldar niður en málið fór af stað eftir að Assange var handtekinn eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Saksóknaraembættið telur vera til vísbendingar renni stoð undir ásakanirnar. Það sama telur lögmaður konunnar sem bar upp ásakanirnar. „Ég er sannfærð um að enginn saksóknari myndi enduropna mál af þessum toga nema að viðunandi sönnunargögn séu til staðar,“ sagði Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, á blaðamannafundi í dag. Elisabeth Massi Fritz lögmaður konunnar sem hefur ásakað Julian Assange um nauðgun.Vísir/Vilhelm Kristinn bendir á að málið hafi áður verið látið niður falla og efast um að rannsókn að þessu sinni leiði til ákæru. „Það er búið að loka þessu máli tvisvar, 2010 og 2017,“ segir Kristinn. „Saksóknarinn neitaði árum saman að yfirheyra hann í London til þess að hnika málinu áfram. Það var ekki fyrr en dómstólar í Svíþjóð skikkuðu hana til þess. Þá gerði hún það og lokaði málinu í kjölfarið. Nú er þetta komið aftur í einhverju pólitísku andrúmi. Gott og vel þá er bara gott að klára það og rétt að hafa í huga að þetta eru ásakanir en ekki ákæra. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir eitt né neitt.“ Meint brot Assange fyrnist á næsta ári. Saksóknarar í Svíþjóð hafa óskað eftir því að beiðni um framsal þurfi að fara hratt fram vegna þessa. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig farið fram á framsal Assange. Alríkisdómstóll í Virginíu hefur birt ákæru á hendur honum þar sem hann er sakaður um að hafa, í slagtogi við Chelsea Manning, brotist inn í tölvukerfi þarlendra leyniþjónustustofnana. Það er í höndum breskra stjórnvalda hvaða afstaða er tekin til framsalsbeiðnanna tveggja. Kristinn segir að ákvörðun þess efnis verði vafalaust tekin á pólitískum grundvelli. „Pólitík er búin að vera samofin þessu máli í næstum því áratug,“ segir hann. „Það er pólitík í Bandaríkjunum, það var augljóslega pólitík í Ekvador og það er pólitík í Bretlandi. Það er pólitísk ákvörðun núna í Svíþjóð að fara að hreyfa við þessu máli.“
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent