Þorir þú að standa með okkur? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:53 Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun