Sjá einnig: Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný
Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er nú bönnuð í Eurovision, þó að mörkin í þeim efnum séu nokkuð óljós, líkt og liðsmenn Hatara hafa bent á í viðtölum í tengslum við keppnina undanfarna daga og vikur.
Hatari hnykkti á gagnrýni sinni í garð stefnu ísraelskra stjórnvalda með því að sýna palestínska fánann í beinni útsendingu í gærkvöldi. Lokaútspil nokkuð stormasamrar þátttöku sveitarinnar í Eurovision, sem menningarmálaráðherra Ísraels hefur m.a. gagnrýnt í dag.

Samband Ísraels og Sýrlands var viðkvæmt um aldamótin en árið 2000 gerði ísraelski herinn til að mynda loftárás gegn palestínskum hermönnum í Sýrlandi. Ísraelska ríkissjónvarpið gerði þá einkum athugasemd við notkun sýrlenska þjóðfánans á æfingu hljómsveitarinnar þar sem hana bar upp á þjóðhátíðardegi Ísraels það ár.
Listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Guardian að Ping-Pong væru fulltrúar nýs og friðelskandi Ísraelsríkis. Þar kom einnig í ljós að tveir meðlimir sveitarinnar væru blaðamenn, sem störfuðu á ritstjórn dagblaðs sem hefur í gegnum tíðina gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld, og einnig að hópurinn hefði skráð sig í keppnina í gríni.
Hér að neðan má sjá flutning Ping-Pong á laginu á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið hlaut aðeins 7 stig og lenti í 22. sæti af 24 keppendum. Hér má svo lesa úttekt Vísis á pólitískum atriðum í Eurovision í gegnum tíðina.
Fréttin hefur verið uppfærð.