Erlent

Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð

Andri Eysteinsson skrifar
Eldurinn var töluverður.
Eldurinn var töluverður. Skjáskot/Twitter
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. Sky greinir frá því að fimm farþegar hafi slasast í eldsvoðanum. Rússneska fréttaveitan TASS heldur því fram að þrettán hafi farist og sex til viðbótar slasast í eldsvoðanum

Vélin var af gerðinni Sukhoi Superjet-100 og er talið að 78 hafi verið um borð. Eldurinn mun hafa verið töluverður og hefur flugi frá flugvellinum verið frestað að sinni vegna málsins.

Vélin far nýfarin af stað frá Sheremetyevo flugvellinum á leið til Murmansk þegar að flugstjóri vélarinnar sendi frá sér neyðarkall hélt aftur til Moskvu, fyrsta tilraun til neyðarlendingar mun samkvæmt BBC hafa misheppnast en eftir að lending hafði tekist tókst að rýma flugvélina snögglega.



Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×