Fótbolti

Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suárez og Philippe Coutinho fagna saman marki hjá Liverpool.
Luis Suárez og Philippe Coutinho fagna saman marki hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell
Luis Suárez og Philippe Coutinho munu í kvöld reyna að gera sitt til að enda Evrópuævintýri Liverpool í Meistaradeildinni þegar þeir mæta sínum gömlu félögum og á sinn gamla heimavöll.

Barcelona mætir á Anfield í kvöld með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum og Liverpool þarf því 4-0 sigur til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það verður afar erfitt á móti frábæru fótboltaliðið þótt að Evrópukvöld á Anfield séu náttúrulega engu lík.

Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.

Þeir Luis Suárez og Philippe Coutinho eru báðir fyrrum leikmenn Liverpool sem félagið seldi fyrir mikinn pening til spænska liðsins.

Kapparnir þekkja vel til á Anfield og hér fyrir neðan má sjá þegar Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið. Barcelona birti myndina síðan á samfélagsmiðlum sínum.





Luis Suárez fór frá Liverpool til Barcelona í júlí 2014 fyrir tæpar 65 milljónir punda og Philippe Coutinho fór sömu leið í janúar 2018 fyrir 105 milljónir punda. Barcelona gæti þó endað á því að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir Coutinho.

Luis Suárez skoraði 82 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2011 til 2014 þar af 69 mörk í 110 deildarleikjum. Hann hefur síðan skoraði 177 mörk í 246 leikjum fyrir Barcelona.

Philippe Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2013 til 2017 þar af 41 mark í 152 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. hann hefur skorað 21 mark í 73 leikjum með Barcelona liðinu.

Hér fyrir neðan má einnig sjá myndir af Barcelona liðinu æfa á Anfield.  










Fleiri fréttir

Sjá meira


×