Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 15:55 Borgen sagði af sér í september. Hann hafði starfað fyrir Danske bank frá 1997 og sem forstjóri frá 2013. Vísir/EPA Saksóknarar í Danmörku hafa ákært Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóra Danske bank, persónulega vegna aðildar hans að stórfelldu peningaþvætti sem fór fram í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Þá er lögregla sögð hafa gert húsleit á heimili Borgen í mars. Frá þessu segir danska viðskiptablaðið Børsen í dag. Lögmaður Borgen staðfestir ákæruna og að efnahagsbrota- og alþjóðadeild ríkissaksóknara Danmerkur hafi gert húsleit hjá honum 12. mars. Saksóknaraembættið hefur ekki viljað staðfesta eða hafna fréttunum, að sögn danska ríkisútvarpsins. Grunur leikur á að um 1.500 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á um áratugi. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því hvort að stjórnendur bankans gætu borið persónulega ábyrgð á brotunum. Heimildir Børsen herma að tveir aðrir fyrrum stjórnendur Danske bank hafi verið ákærðir í tengslum við peningaþvættið. Borgen, sem er norskur, tók við sem forstjóri Danske bank árið 2013 eftir áralangt starf fyrir bankann. Hann sagði af sér í september vegna peningaþvættishneykslisins. Þá sagðist hann hafa sýnt af sér ábyrgðarleysi og að hann vildi axla ábyrgð með því að segja af sér. Hneykslið hefur einnig náð til fleiri norrænna fjármálastofnana eins og sænska bankans Nordea. Talið er að hluti af grunsamlegum fjármagnsfærslum sem fóru í gegnum eistneska útibú Danske bank hafi einnig runnið í gegnum sænska bankann. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank. 19. nóvember 2018 13:17 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Saksóknarar í Danmörku hafa ákært Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóra Danske bank, persónulega vegna aðildar hans að stórfelldu peningaþvætti sem fór fram í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Þá er lögregla sögð hafa gert húsleit á heimili Borgen í mars. Frá þessu segir danska viðskiptablaðið Børsen í dag. Lögmaður Borgen staðfestir ákæruna og að efnahagsbrota- og alþjóðadeild ríkissaksóknara Danmerkur hafi gert húsleit hjá honum 12. mars. Saksóknaraembættið hefur ekki viljað staðfesta eða hafna fréttunum, að sögn danska ríkisútvarpsins. Grunur leikur á að um 1.500 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á um áratugi. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því hvort að stjórnendur bankans gætu borið persónulega ábyrgð á brotunum. Heimildir Børsen herma að tveir aðrir fyrrum stjórnendur Danske bank hafi verið ákærðir í tengslum við peningaþvættið. Borgen, sem er norskur, tók við sem forstjóri Danske bank árið 2013 eftir áralangt starf fyrir bankann. Hann sagði af sér í september vegna peningaþvættishneykslisins. Þá sagðist hann hafa sýnt af sér ábyrgðarleysi og að hann vildi axla ábyrgð með því að segja af sér. Hneykslið hefur einnig náð til fleiri norrænna fjármálastofnana eins og sænska bankans Nordea. Talið er að hluti af grunsamlegum fjármagnsfærslum sem fóru í gegnum eistneska útibú Danske bank hafi einnig runnið í gegnum sænska bankann.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank. 19. nóvember 2018 13:17 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank. 19. nóvember 2018 13:17
Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00
Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50