Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 15:55 Borgen sagði af sér í september. Hann hafði starfað fyrir Danske bank frá 1997 og sem forstjóri frá 2013. Vísir/EPA Saksóknarar í Danmörku hafa ákært Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóra Danske bank, persónulega vegna aðildar hans að stórfelldu peningaþvætti sem fór fram í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Þá er lögregla sögð hafa gert húsleit á heimili Borgen í mars. Frá þessu segir danska viðskiptablaðið Børsen í dag. Lögmaður Borgen staðfestir ákæruna og að efnahagsbrota- og alþjóðadeild ríkissaksóknara Danmerkur hafi gert húsleit hjá honum 12. mars. Saksóknaraembættið hefur ekki viljað staðfesta eða hafna fréttunum, að sögn danska ríkisútvarpsins. Grunur leikur á að um 1.500 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á um áratugi. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því hvort að stjórnendur bankans gætu borið persónulega ábyrgð á brotunum. Heimildir Børsen herma að tveir aðrir fyrrum stjórnendur Danske bank hafi verið ákærðir í tengslum við peningaþvættið. Borgen, sem er norskur, tók við sem forstjóri Danske bank árið 2013 eftir áralangt starf fyrir bankann. Hann sagði af sér í september vegna peningaþvættishneykslisins. Þá sagðist hann hafa sýnt af sér ábyrgðarleysi og að hann vildi axla ábyrgð með því að segja af sér. Hneykslið hefur einnig náð til fleiri norrænna fjármálastofnana eins og sænska bankans Nordea. Talið er að hluti af grunsamlegum fjármagnsfærslum sem fóru í gegnum eistneska útibú Danske bank hafi einnig runnið í gegnum sænska bankann. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank. 19. nóvember 2018 13:17 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Saksóknarar í Danmörku hafa ákært Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóra Danske bank, persónulega vegna aðildar hans að stórfelldu peningaþvætti sem fór fram í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Þá er lögregla sögð hafa gert húsleit á heimili Borgen í mars. Frá þessu segir danska viðskiptablaðið Børsen í dag. Lögmaður Borgen staðfestir ákæruna og að efnahagsbrota- og alþjóðadeild ríkissaksóknara Danmerkur hafi gert húsleit hjá honum 12. mars. Saksóknaraembættið hefur ekki viljað staðfesta eða hafna fréttunum, að sögn danska ríkisútvarpsins. Grunur leikur á að um 1.500 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á um áratugi. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því hvort að stjórnendur bankans gætu borið persónulega ábyrgð á brotunum. Heimildir Børsen herma að tveir aðrir fyrrum stjórnendur Danske bank hafi verið ákærðir í tengslum við peningaþvættið. Borgen, sem er norskur, tók við sem forstjóri Danske bank árið 2013 eftir áralangt starf fyrir bankann. Hann sagði af sér í september vegna peningaþvættishneykslisins. Þá sagðist hann hafa sýnt af sér ábyrgðarleysi og að hann vildi axla ábyrgð með því að segja af sér. Hneykslið hefur einnig náð til fleiri norrænna fjármálastofnana eins og sænska bankans Nordea. Talið er að hluti af grunsamlegum fjármagnsfærslum sem fóru í gegnum eistneska útibú Danske bank hafi einnig runnið í gegnum sænska bankann.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank. 19. nóvember 2018 13:17 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank. 19. nóvember 2018 13:17
Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00
Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50