Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 09:30 Luis Suarez féll nokkrum sinnum í grasið í leiknum í gær. Getty/Alex Livesey Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira