Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 23:00 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. Dómsmálanefnd fulltúradeildarinnar samþykkti í gær að lýsa William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í vanvirðingu gagnvart þinginu vegna neitunar hans að afhenda þinginu skýrslu Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu, án útstrikana, og gögn rannsakenda. Hann neitaði stefnu þingsins eftir að Trump krafðist trúnaðar vegna rannsóknarinnar. Starfsmenn Hvíta húsið berjast nú með kjafti og klóm gegn þó nokkrum rannsóknum Demókrata gagnvart Trump og ríkisstjórn hans. Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar eiga eftir að greiða atkvæði um vanvirðingu Barr en í dag sagði Pelosi að það sé ekki víst hvenær það verði, því mögulega standi til að halda sambærilegar atkvæðagreiðslur um fleiri aðila.Blaðamenn Politico segja það til marks um að Demókratar gætu tekið nokkrar vikur í það að íhuga stöðu sína, áður en gripið verði til frekari aðgerða gegn Barr, og þá mögulega öðrum.Á blaðamannafundi sem hún hélt í dag sagði Pelosi að Bandaríkin stæðu nú frammi fyrir stjórnarskrárkrísu og ljóst væri að ríkisstjórn Trump væri ekki að standa við skyldur sínar gagnvart lögunum.Meðal þeirra sem kemur til greina að saka um vanvirðingu er Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögmaður Hvíta hússins. Hann ákvað nýverið að afhenda þingmönnum ekki skjöl frá starfstíma hans í Hvíta húsinu vegna skipanna sem hann fékk frá Hvíta húsinu. McGahn var mikilvægt vitni í rannsókn Robert Mueller, Rússarannsókninni svokölluðu, og lýsti hann tilvikum þar sem Trump skipaði honum að reka Mueller úr starfi sínu og binda enda á rannsóknina.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsókninaPelosi hefur stigið varlega til jarðar síðan Mueller skilaði skýrslu sinni og reynt að draga úr væntingum Demókrata varðandi það hvort þingið hefji ferli til að mögulega kæra Trump fyrir embættisbrot. Samkvæmt New York Times er hún þeirrar skoðunar að Demókratar þurfi að einbeita sér að málefnum sem þau græddu verulega á í kosningunum í fyrra. Til dæmis heilbrigðisþjónustu. Hún ítrekaði þá skoðun sína á blaðamannafundinum í dag en lokaði ekki á mögulega kæru gegn Trump. „Við ætlum að gera það sem er rétt. Það er bara þannig og það sem við gerum mun byggja á staðreyndum, lögum og föðurlandsást. Ekki flokkslínum eða einhverju öðru,“ sagði Pelosi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 8. maí 2019 22:53 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. Dómsmálanefnd fulltúradeildarinnar samþykkti í gær að lýsa William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í vanvirðingu gagnvart þinginu vegna neitunar hans að afhenda þinginu skýrslu Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu, án útstrikana, og gögn rannsakenda. Hann neitaði stefnu þingsins eftir að Trump krafðist trúnaðar vegna rannsóknarinnar. Starfsmenn Hvíta húsið berjast nú með kjafti og klóm gegn þó nokkrum rannsóknum Demókrata gagnvart Trump og ríkisstjórn hans. Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar eiga eftir að greiða atkvæði um vanvirðingu Barr en í dag sagði Pelosi að það sé ekki víst hvenær það verði, því mögulega standi til að halda sambærilegar atkvæðagreiðslur um fleiri aðila.Blaðamenn Politico segja það til marks um að Demókratar gætu tekið nokkrar vikur í það að íhuga stöðu sína, áður en gripið verði til frekari aðgerða gegn Barr, og þá mögulega öðrum.Á blaðamannafundi sem hún hélt í dag sagði Pelosi að Bandaríkin stæðu nú frammi fyrir stjórnarskrárkrísu og ljóst væri að ríkisstjórn Trump væri ekki að standa við skyldur sínar gagnvart lögunum.Meðal þeirra sem kemur til greina að saka um vanvirðingu er Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögmaður Hvíta hússins. Hann ákvað nýverið að afhenda þingmönnum ekki skjöl frá starfstíma hans í Hvíta húsinu vegna skipanna sem hann fékk frá Hvíta húsinu. McGahn var mikilvægt vitni í rannsókn Robert Mueller, Rússarannsókninni svokölluðu, og lýsti hann tilvikum þar sem Trump skipaði honum að reka Mueller úr starfi sínu og binda enda á rannsóknina.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsókninaPelosi hefur stigið varlega til jarðar síðan Mueller skilaði skýrslu sinni og reynt að draga úr væntingum Demókrata varðandi það hvort þingið hefji ferli til að mögulega kæra Trump fyrir embættisbrot. Samkvæmt New York Times er hún þeirrar skoðunar að Demókratar þurfi að einbeita sér að málefnum sem þau græddu verulega á í kosningunum í fyrra. Til dæmis heilbrigðisþjónustu. Hún ítrekaði þá skoðun sína á blaðamannafundinum í dag en lokaði ekki á mögulega kæru gegn Trump. „Við ætlum að gera það sem er rétt. Það er bara þannig og það sem við gerum mun byggja á staðreyndum, lögum og föðurlandsást. Ekki flokkslínum eða einhverju öðru,“ sagði Pelosi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 8. maí 2019 22:53 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 8. maí 2019 22:53
Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22
Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10