Hátíð lesenda Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Lesendur hafa verið yfir sig glaðir, bæði finnst þeim gaman að hitta og hlusta á höfunda og ekki síður spennandi að kynnast nýjum höfundum, segir Stella Soffía. Fréttablaðið/Ernir Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett formlega á morgun, miðvikudaginn 24. apríl, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjöldi erlendra rithöfunda er meðal þátttakenda auk íslenskra höfunda. Í Iðnó og Norræna húsinu verða upplestrar og viðtöl við höfunda og einnig verður dagskrá í Veröld, húsi Vigdísar. Og svo er það hið óviðjafnanlega bókaball á laugardagskvöldinu sem er öllum opið. Aðlögun er þema hátíðarinnar í ár. „Þetta hugtak er mjög vítt og getur átt við alls konar aðlögun,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir sem stýrir hátíðinni. „Japanski höfundurinn Yoko Tawada er til dæmis búin að laga sig að nýju tungumáli og skrifar á þýsku. Norski rithöfundurinn Maja Lunde skrifar í skáldsögunni Blá um loftslagsbreytingar og hvernig fólk þarf að laga sig að þeim í framtíðinni. Svo er höfundur eins og Iain Reid en það er verið að laga bækurnar hans að sjónvarpsþáttaröðum. Þetta er skemmtilegt þema af því það er svo yfirgripsmikið.“Leshópar fá sviðið Segja má að hátíðin þjófstarti í dag, þriðjudag, með dagskrá á Akureyri. „Við byrjuðum með Akureyrardagskrá fyrir tveimur árum. Lily King og Hallgrímur Helgason munu í Hamragili ræða saman og lesa upp úr bókum sínum. Á Akureyri eru leshópar sem eru búnir að lesa bækur þessara höfunda og fá sviðið með höfundunum og spyrja þá spjörunum úr,“ segir Stella Soffía. „Sams konar dagskrá er í Reykjavík en þá fara rithöfundarnir í heimsókn til leshópanna. Erlendu höfundunum finnst mjög gaman að koma til Íslands því þá eru þeir í mikilli nálægð við lesendur sína, og náttúrlega alveg sérstaklega þegar þeir eru sjálfir komnir inn í stofu til þeirra.“Sérstök barnadagskrá Í Norræna húsinu verður sérstök barnadagskrá. „Norræna húsið er algjör perla fyrir barnafjölskyldur,“ segir Stella Soffía. „Í kjallaranum er barnabókasafn og þar stendur nú yfir sýning sem nefnist Barnabókaflóðið og er opin allan þann tíma sem hátíðin stendur. Við ætlum að vera með dagskrá fyrir börn og fjölskyldur á laugardeginum 27. apríl. Barnadagskrá er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Bókmenntahátíð í Reykjavík, við byrjuðum með hana fyrir tveimur árum og það gekk mjög vel. Nú viljum við gera enn betur og halda áfram að þróa dagskrána. Norski barnabókahöfundurinn Maja Lunde les upp og sagnaþulurinn Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir kemur og segir börnum sögur og gerir það með leikrænum tilþrifum. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, sem er sýningarstjóri Barnabókaflóðsins, verður með leiðsögn um flóðið og stjórnar listasmiðju þar sem þátttakendur fá að búa til eigin sögur og máli og myndum. Við erum svo með sérstaka barnadagskrá sem er sérstaklega ætluð börnum hælisleitenda. Þar mun Áslaug Jónsdóttir, ásamt arabískum túlki, lesa upp úr bókum sínum.“Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Enginn pólskur rithöfundur sækir hátíðina heim að þessu sinni en pólskum bókmenntum verða gerð skil í Gerðabergi. Jacek Godek, sem hefur þýtt fjölmörg íslensk verk yfir á pólsku, mun þar segja frá pólskum bókmenntum sem hafa verið í mikilli sókn en fjallar einnig um þau íslensku verk sem hann hefur þýtt á pólsku. Dagskráin er bæði á pólsku og íslensku og fer fram sunnudaginn 28. apríl kl. 13 í góðu samstarfi við Borgarbókasafnið. Á hátíðinni verða veitt í þriðja sinn heiðursverðlaun til þýðanda sem þýðir af íslensku yfir á erlent mál. Á sumardaginn fyrsta verður haldið alþjóðlegt þing um Halldór Laxness með bæði íslenskum og erlendum fyrirlesurum. Á þinginu verður jafnframt tilkynnt hver hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í fyrsta sinn. Stella Soffía segir viðbrögð við hátíðinni ætíð hafa verið afbragðsgóð. „Lesendur hafa verið yfir sig glaðir. Bæði finnst þeim gaman að hitta og hlusta á höfunda sem þeir hafa þegar lesið en þeim finnst ekki síður spennandi að kynnast nýjum höfundum og verkum. Þetta er hátíð lesendanna.“ Dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík er að finna á bokmenntahatid.is. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett formlega á morgun, miðvikudaginn 24. apríl, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjöldi erlendra rithöfunda er meðal þátttakenda auk íslenskra höfunda. Í Iðnó og Norræna húsinu verða upplestrar og viðtöl við höfunda og einnig verður dagskrá í Veröld, húsi Vigdísar. Og svo er það hið óviðjafnanlega bókaball á laugardagskvöldinu sem er öllum opið. Aðlögun er þema hátíðarinnar í ár. „Þetta hugtak er mjög vítt og getur átt við alls konar aðlögun,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir sem stýrir hátíðinni. „Japanski höfundurinn Yoko Tawada er til dæmis búin að laga sig að nýju tungumáli og skrifar á þýsku. Norski rithöfundurinn Maja Lunde skrifar í skáldsögunni Blá um loftslagsbreytingar og hvernig fólk þarf að laga sig að þeim í framtíðinni. Svo er höfundur eins og Iain Reid en það er verið að laga bækurnar hans að sjónvarpsþáttaröðum. Þetta er skemmtilegt þema af því það er svo yfirgripsmikið.“Leshópar fá sviðið Segja má að hátíðin þjófstarti í dag, þriðjudag, með dagskrá á Akureyri. „Við byrjuðum með Akureyrardagskrá fyrir tveimur árum. Lily King og Hallgrímur Helgason munu í Hamragili ræða saman og lesa upp úr bókum sínum. Á Akureyri eru leshópar sem eru búnir að lesa bækur þessara höfunda og fá sviðið með höfundunum og spyrja þá spjörunum úr,“ segir Stella Soffía. „Sams konar dagskrá er í Reykjavík en þá fara rithöfundarnir í heimsókn til leshópanna. Erlendu höfundunum finnst mjög gaman að koma til Íslands því þá eru þeir í mikilli nálægð við lesendur sína, og náttúrlega alveg sérstaklega þegar þeir eru sjálfir komnir inn í stofu til þeirra.“Sérstök barnadagskrá Í Norræna húsinu verður sérstök barnadagskrá. „Norræna húsið er algjör perla fyrir barnafjölskyldur,“ segir Stella Soffía. „Í kjallaranum er barnabókasafn og þar stendur nú yfir sýning sem nefnist Barnabókaflóðið og er opin allan þann tíma sem hátíðin stendur. Við ætlum að vera með dagskrá fyrir börn og fjölskyldur á laugardeginum 27. apríl. Barnadagskrá er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Bókmenntahátíð í Reykjavík, við byrjuðum með hana fyrir tveimur árum og það gekk mjög vel. Nú viljum við gera enn betur og halda áfram að þróa dagskrána. Norski barnabókahöfundurinn Maja Lunde les upp og sagnaþulurinn Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir kemur og segir börnum sögur og gerir það með leikrænum tilþrifum. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, sem er sýningarstjóri Barnabókaflóðsins, verður með leiðsögn um flóðið og stjórnar listasmiðju þar sem þátttakendur fá að búa til eigin sögur og máli og myndum. Við erum svo með sérstaka barnadagskrá sem er sérstaklega ætluð börnum hælisleitenda. Þar mun Áslaug Jónsdóttir, ásamt arabískum túlki, lesa upp úr bókum sínum.“Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Enginn pólskur rithöfundur sækir hátíðina heim að þessu sinni en pólskum bókmenntum verða gerð skil í Gerðabergi. Jacek Godek, sem hefur þýtt fjölmörg íslensk verk yfir á pólsku, mun þar segja frá pólskum bókmenntum sem hafa verið í mikilli sókn en fjallar einnig um þau íslensku verk sem hann hefur þýtt á pólsku. Dagskráin er bæði á pólsku og íslensku og fer fram sunnudaginn 28. apríl kl. 13 í góðu samstarfi við Borgarbókasafnið. Á hátíðinni verða veitt í þriðja sinn heiðursverðlaun til þýðanda sem þýðir af íslensku yfir á erlent mál. Á sumardaginn fyrsta verður haldið alþjóðlegt þing um Halldór Laxness með bæði íslenskum og erlendum fyrirlesurum. Á þinginu verður jafnframt tilkynnt hver hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í fyrsta sinn. Stella Soffía segir viðbrögð við hátíðinni ætíð hafa verið afbragðsgóð. „Lesendur hafa verið yfir sig glaðir. Bæði finnst þeim gaman að hitta og hlusta á höfunda sem þeir hafa þegar lesið en þeim finnst ekki síður spennandi að kynnast nýjum höfundum og verkum. Þetta er hátíð lesendanna.“ Dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík er að finna á bokmenntahatid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira