Hátíð lesenda Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Lesendur hafa verið yfir sig glaðir, bæði finnst þeim gaman að hitta og hlusta á höfunda og ekki síður spennandi að kynnast nýjum höfundum, segir Stella Soffía. Fréttablaðið/Ernir Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett formlega á morgun, miðvikudaginn 24. apríl, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjöldi erlendra rithöfunda er meðal þátttakenda auk íslenskra höfunda. Í Iðnó og Norræna húsinu verða upplestrar og viðtöl við höfunda og einnig verður dagskrá í Veröld, húsi Vigdísar. Og svo er það hið óviðjafnanlega bókaball á laugardagskvöldinu sem er öllum opið. Aðlögun er þema hátíðarinnar í ár. „Þetta hugtak er mjög vítt og getur átt við alls konar aðlögun,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir sem stýrir hátíðinni. „Japanski höfundurinn Yoko Tawada er til dæmis búin að laga sig að nýju tungumáli og skrifar á þýsku. Norski rithöfundurinn Maja Lunde skrifar í skáldsögunni Blá um loftslagsbreytingar og hvernig fólk þarf að laga sig að þeim í framtíðinni. Svo er höfundur eins og Iain Reid en það er verið að laga bækurnar hans að sjónvarpsþáttaröðum. Þetta er skemmtilegt þema af því það er svo yfirgripsmikið.“Leshópar fá sviðið Segja má að hátíðin þjófstarti í dag, þriðjudag, með dagskrá á Akureyri. „Við byrjuðum með Akureyrardagskrá fyrir tveimur árum. Lily King og Hallgrímur Helgason munu í Hamragili ræða saman og lesa upp úr bókum sínum. Á Akureyri eru leshópar sem eru búnir að lesa bækur þessara höfunda og fá sviðið með höfundunum og spyrja þá spjörunum úr,“ segir Stella Soffía. „Sams konar dagskrá er í Reykjavík en þá fara rithöfundarnir í heimsókn til leshópanna. Erlendu höfundunum finnst mjög gaman að koma til Íslands því þá eru þeir í mikilli nálægð við lesendur sína, og náttúrlega alveg sérstaklega þegar þeir eru sjálfir komnir inn í stofu til þeirra.“Sérstök barnadagskrá Í Norræna húsinu verður sérstök barnadagskrá. „Norræna húsið er algjör perla fyrir barnafjölskyldur,“ segir Stella Soffía. „Í kjallaranum er barnabókasafn og þar stendur nú yfir sýning sem nefnist Barnabókaflóðið og er opin allan þann tíma sem hátíðin stendur. Við ætlum að vera með dagskrá fyrir börn og fjölskyldur á laugardeginum 27. apríl. Barnadagskrá er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Bókmenntahátíð í Reykjavík, við byrjuðum með hana fyrir tveimur árum og það gekk mjög vel. Nú viljum við gera enn betur og halda áfram að þróa dagskrána. Norski barnabókahöfundurinn Maja Lunde les upp og sagnaþulurinn Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir kemur og segir börnum sögur og gerir það með leikrænum tilþrifum. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, sem er sýningarstjóri Barnabókaflóðsins, verður með leiðsögn um flóðið og stjórnar listasmiðju þar sem þátttakendur fá að búa til eigin sögur og máli og myndum. Við erum svo með sérstaka barnadagskrá sem er sérstaklega ætluð börnum hælisleitenda. Þar mun Áslaug Jónsdóttir, ásamt arabískum túlki, lesa upp úr bókum sínum.“Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Enginn pólskur rithöfundur sækir hátíðina heim að þessu sinni en pólskum bókmenntum verða gerð skil í Gerðabergi. Jacek Godek, sem hefur þýtt fjölmörg íslensk verk yfir á pólsku, mun þar segja frá pólskum bókmenntum sem hafa verið í mikilli sókn en fjallar einnig um þau íslensku verk sem hann hefur þýtt á pólsku. Dagskráin er bæði á pólsku og íslensku og fer fram sunnudaginn 28. apríl kl. 13 í góðu samstarfi við Borgarbókasafnið. Á hátíðinni verða veitt í þriðja sinn heiðursverðlaun til þýðanda sem þýðir af íslensku yfir á erlent mál. Á sumardaginn fyrsta verður haldið alþjóðlegt þing um Halldór Laxness með bæði íslenskum og erlendum fyrirlesurum. Á þinginu verður jafnframt tilkynnt hver hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í fyrsta sinn. Stella Soffía segir viðbrögð við hátíðinni ætíð hafa verið afbragðsgóð. „Lesendur hafa verið yfir sig glaðir. Bæði finnst þeim gaman að hitta og hlusta á höfunda sem þeir hafa þegar lesið en þeim finnst ekki síður spennandi að kynnast nýjum höfundum og verkum. Þetta er hátíð lesendanna.“ Dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík er að finna á bokmenntahatid.is. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett formlega á morgun, miðvikudaginn 24. apríl, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjöldi erlendra rithöfunda er meðal þátttakenda auk íslenskra höfunda. Í Iðnó og Norræna húsinu verða upplestrar og viðtöl við höfunda og einnig verður dagskrá í Veröld, húsi Vigdísar. Og svo er það hið óviðjafnanlega bókaball á laugardagskvöldinu sem er öllum opið. Aðlögun er þema hátíðarinnar í ár. „Þetta hugtak er mjög vítt og getur átt við alls konar aðlögun,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir sem stýrir hátíðinni. „Japanski höfundurinn Yoko Tawada er til dæmis búin að laga sig að nýju tungumáli og skrifar á þýsku. Norski rithöfundurinn Maja Lunde skrifar í skáldsögunni Blá um loftslagsbreytingar og hvernig fólk þarf að laga sig að þeim í framtíðinni. Svo er höfundur eins og Iain Reid en það er verið að laga bækurnar hans að sjónvarpsþáttaröðum. Þetta er skemmtilegt þema af því það er svo yfirgripsmikið.“Leshópar fá sviðið Segja má að hátíðin þjófstarti í dag, þriðjudag, með dagskrá á Akureyri. „Við byrjuðum með Akureyrardagskrá fyrir tveimur árum. Lily King og Hallgrímur Helgason munu í Hamragili ræða saman og lesa upp úr bókum sínum. Á Akureyri eru leshópar sem eru búnir að lesa bækur þessara höfunda og fá sviðið með höfundunum og spyrja þá spjörunum úr,“ segir Stella Soffía. „Sams konar dagskrá er í Reykjavík en þá fara rithöfundarnir í heimsókn til leshópanna. Erlendu höfundunum finnst mjög gaman að koma til Íslands því þá eru þeir í mikilli nálægð við lesendur sína, og náttúrlega alveg sérstaklega þegar þeir eru sjálfir komnir inn í stofu til þeirra.“Sérstök barnadagskrá Í Norræna húsinu verður sérstök barnadagskrá. „Norræna húsið er algjör perla fyrir barnafjölskyldur,“ segir Stella Soffía. „Í kjallaranum er barnabókasafn og þar stendur nú yfir sýning sem nefnist Barnabókaflóðið og er opin allan þann tíma sem hátíðin stendur. Við ætlum að vera með dagskrá fyrir börn og fjölskyldur á laugardeginum 27. apríl. Barnadagskrá er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Bókmenntahátíð í Reykjavík, við byrjuðum með hana fyrir tveimur árum og það gekk mjög vel. Nú viljum við gera enn betur og halda áfram að þróa dagskrána. Norski barnabókahöfundurinn Maja Lunde les upp og sagnaþulurinn Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir kemur og segir börnum sögur og gerir það með leikrænum tilþrifum. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, sem er sýningarstjóri Barnabókaflóðsins, verður með leiðsögn um flóðið og stjórnar listasmiðju þar sem þátttakendur fá að búa til eigin sögur og máli og myndum. Við erum svo með sérstaka barnadagskrá sem er sérstaklega ætluð börnum hælisleitenda. Þar mun Áslaug Jónsdóttir, ásamt arabískum túlki, lesa upp úr bókum sínum.“Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Enginn pólskur rithöfundur sækir hátíðina heim að þessu sinni en pólskum bókmenntum verða gerð skil í Gerðabergi. Jacek Godek, sem hefur þýtt fjölmörg íslensk verk yfir á pólsku, mun þar segja frá pólskum bókmenntum sem hafa verið í mikilli sókn en fjallar einnig um þau íslensku verk sem hann hefur þýtt á pólsku. Dagskráin er bæði á pólsku og íslensku og fer fram sunnudaginn 28. apríl kl. 13 í góðu samstarfi við Borgarbókasafnið. Á hátíðinni verða veitt í þriðja sinn heiðursverðlaun til þýðanda sem þýðir af íslensku yfir á erlent mál. Á sumardaginn fyrsta verður haldið alþjóðlegt þing um Halldór Laxness með bæði íslenskum og erlendum fyrirlesurum. Á þinginu verður jafnframt tilkynnt hver hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í fyrsta sinn. Stella Soffía segir viðbrögð við hátíðinni ætíð hafa verið afbragðsgóð. „Lesendur hafa verið yfir sig glaðir. Bæði finnst þeim gaman að hitta og hlusta á höfunda sem þeir hafa þegar lesið en þeim finnst ekki síður spennandi að kynnast nýjum höfundum og verkum. Þetta er hátíð lesendanna.“ Dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík er að finna á bokmenntahatid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira