Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. nóvember 2025 16:24 Ruth Codd kom sér á kortið með fyndnum TikTok-myndböndum áður en hún fékk tækifærið í sjónvarpi. Getty Aflima þurfti fótlegg írsku leikkonunnar Ruth Codd sex árum eftir að fyrri fótleggur hennar var aflimaður. Notkun hækja eftir fyrri aflimunina leiddi til þess að taka þurfti allar tærnar af eftirstandandi fætinum. Codd ákvað því í samráði við lækna að taka fótinn alveg af. Hin 29 ára Ruth Codd er frá Wexford á Írlandi og starfaði sem hárgreiðslukona þegar hún missti vinnuna í Covid-faraldrinum og ákvað að byrja á TikTok. Ruth Codd missti hægri fótleginn fyrir sex árum. Á innan við ári var hún komin með rúmlega 600 þúsund fylgjendur og tugi milljóna læka á myndbönd sín. Aðstandendur Netflix-mysteríunnar The Midnight Club (2022) uppgötvuðu Codd á TikTok og réðu hana í þættina. Eftir það fékk Codd hlutverk í hryllingsseríunni The Fall of the House of Usher (2023) og í nokkrum öðrum þáttaröðum. Codd fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í leiknu endurgerðinni How to Train Your Dragon sem kom út í ár. Velgengni Codd varð til þess að hún keppti í raunveruleikaþáttunm Celeb Cooking School í fyrra og í hinum geysivinsælu The Celebrity Traitors í ár. Önnur aflimunin Codd greindi frá því í TikTok-myndbandi á miðvikudag að hún væri að jafna sig eftir aðra aflimun á fótlegg. „Ég er með góðar og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru að við erum komin heilan hring, ég er aftur farin að gera TikTok-efni heima hjá foreldrum mínum. Slæmu fréttirnar eru að ég get ekki lengur gert það fyrir framan fallega bláa blómaveggfóðrið því það herbergi er á efri hæðinni,“ sagði hún í myndbandinu. Ástæðan væri önnur aflimun á fótleggi fyrir neðan hné og sagðist hún því vera komin með nýjan hjólastól sem hún kallaði „Fat Tony“ og lýsti sem kagga. @ruthcoddsnotdead No legs who dis? #paralympics2026 ♬ original sound - ruthcoddsnotdead Fyrri aflimunin var framkvæmd fyrir sex árum síðan og var afleiðing áverka sem Codd hafði hlotið í fótboltaleik sem táningur átta árum fyrr. Hún hafði fyrir þá aflimun farið í fjölda aðgerða og glímt við króníska verki. Codd útskýrði ekki nákvæmlega hvers vegna hún þurfti að undirgangast seinni aflimunina en í nýlegu viðtali í Youtube-þáttunum FFTV with Grace Neutral sagði Codd að allar tær hennar hefðu verið fjarlægjar 2021. Codd hafði staðið svo mikið á tám þegar hún notaði hækjur að liðir tánna voru ónýtir. Læknar tjáðu henni að fótur hennar „yrði aldrei betri“ og að hann myndi gera henni erfiðara fyrir í leik og starfi. Því hefði ákvörðunin verið tekin. Sagðist Codd þurfa að bíða í allavega mánuð áður en hún gæti byrjað að nota gerivfót. Írland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Hin 29 ára Ruth Codd er frá Wexford á Írlandi og starfaði sem hárgreiðslukona þegar hún missti vinnuna í Covid-faraldrinum og ákvað að byrja á TikTok. Ruth Codd missti hægri fótleginn fyrir sex árum. Á innan við ári var hún komin með rúmlega 600 þúsund fylgjendur og tugi milljóna læka á myndbönd sín. Aðstandendur Netflix-mysteríunnar The Midnight Club (2022) uppgötvuðu Codd á TikTok og réðu hana í þættina. Eftir það fékk Codd hlutverk í hryllingsseríunni The Fall of the House of Usher (2023) og í nokkrum öðrum þáttaröðum. Codd fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í leiknu endurgerðinni How to Train Your Dragon sem kom út í ár. Velgengni Codd varð til þess að hún keppti í raunveruleikaþáttunm Celeb Cooking School í fyrra og í hinum geysivinsælu The Celebrity Traitors í ár. Önnur aflimunin Codd greindi frá því í TikTok-myndbandi á miðvikudag að hún væri að jafna sig eftir aðra aflimun á fótlegg. „Ég er með góðar og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru að við erum komin heilan hring, ég er aftur farin að gera TikTok-efni heima hjá foreldrum mínum. Slæmu fréttirnar eru að ég get ekki lengur gert það fyrir framan fallega bláa blómaveggfóðrið því það herbergi er á efri hæðinni,“ sagði hún í myndbandinu. Ástæðan væri önnur aflimun á fótleggi fyrir neðan hné og sagðist hún því vera komin með nýjan hjólastól sem hún kallaði „Fat Tony“ og lýsti sem kagga. @ruthcoddsnotdead No legs who dis? #paralympics2026 ♬ original sound - ruthcoddsnotdead Fyrri aflimunin var framkvæmd fyrir sex árum síðan og var afleiðing áverka sem Codd hafði hlotið í fótboltaleik sem táningur átta árum fyrr. Hún hafði fyrir þá aflimun farið í fjölda aðgerða og glímt við króníska verki. Codd útskýrði ekki nákvæmlega hvers vegna hún þurfti að undirgangast seinni aflimunina en í nýlegu viðtali í Youtube-þáttunum FFTV with Grace Neutral sagði Codd að allar tær hennar hefðu verið fjarlægjar 2021. Codd hafði staðið svo mikið á tám þegar hún notaði hækjur að liðir tánna voru ónýtir. Læknar tjáðu henni að fótur hennar „yrði aldrei betri“ og að hann myndi gera henni erfiðara fyrir í leik og starfi. Því hefði ákvörðunin verið tekin. Sagðist Codd þurfa að bíða í allavega mánuð áður en hún gæti byrjað að nota gerivfót.
Írland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira