Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 13:56 Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hafa búist við svo harðri gagnrýni. Vísir/hanna Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“ Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06