Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2019 11:42 Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. vísir/getty Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta árið 2020. Nú þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð. Biden kom þessu á framfæri við þjóðina með sérstöku myndbandi þar sem hann færir rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið aðgerðarlaus og leyft því að gerast.“ Stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu hefði verið teflt í tvísýnu í forsetatíð Donalds Trump. Allt það sem einkennir Bandaríkin væri í húfi í næstu forsetakosningum og því mikið undir. „Þess vegna tilkynni ég í dag að ég býð mig fram sem næsti forseti Bandaríkjanna“. Biden 76 ára og var áður öldungardeildarþingmaður fyrir Delaware. Hann gegndi embætti varaforseta Baracks Obama árið 2009-2017. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kveðst ætla að huga betur að því að virða persónulegt rými fólks Tvær konur hafa á síðustu dögum sakað Joe Biden um óviðeigandi snertingu. 3. apríl 2019 20:50 Gerðu stólpagrín að vandræðum Biden Biden, sem ætlar líklegast að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári, hefur verið sakaður um að snerta konur á óviðeigandi hátt. 7. apríl 2019 20:25 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. 3. apríl 2019 12:17 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta árið 2020. Nú þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð. Biden kom þessu á framfæri við þjóðina með sérstöku myndbandi þar sem hann færir rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið aðgerðarlaus og leyft því að gerast.“ Stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu hefði verið teflt í tvísýnu í forsetatíð Donalds Trump. Allt það sem einkennir Bandaríkin væri í húfi í næstu forsetakosningum og því mikið undir. „Þess vegna tilkynni ég í dag að ég býð mig fram sem næsti forseti Bandaríkjanna“. Biden 76 ára og var áður öldungardeildarþingmaður fyrir Delaware. Hann gegndi embætti varaforseta Baracks Obama árið 2009-2017.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kveðst ætla að huga betur að því að virða persónulegt rými fólks Tvær konur hafa á síðustu dögum sakað Joe Biden um óviðeigandi snertingu. 3. apríl 2019 20:50 Gerðu stólpagrín að vandræðum Biden Biden, sem ætlar líklegast að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári, hefur verið sakaður um að snerta konur á óviðeigandi hátt. 7. apríl 2019 20:25 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. 3. apríl 2019 12:17 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Kveðst ætla að huga betur að því að virða persónulegt rými fólks Tvær konur hafa á síðustu dögum sakað Joe Biden um óviðeigandi snertingu. 3. apríl 2019 20:50
Gerðu stólpagrín að vandræðum Biden Biden, sem ætlar líklegast að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári, hefur verið sakaður um að snerta konur á óviðeigandi hátt. 7. apríl 2019 20:25
Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00
Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. 3. apríl 2019 12:17