Kallaður Páll Kvísling Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 09:16 Páll Magnússon nafngreinir nú þann mann sem hann telur fara fram með ósæmilegum hætti á netinu, í dólgslegum skrifum um mann og annan. Bak við hann má sjá Ásmund Friðriksson sem tengist umræddu máli. fbl/ernir „Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki. Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki.
Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29