Stefnt að fundi með pólsku skipasmíðastöðinni í næstu viku Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. apríl 2019 11:51 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi Vegagerðin Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15
Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45
Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34