Samningsaðilar hafi skort á hjúkrunarfræðingum í huga Sighvatur Arnmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:00 Hjúkrunarráð Landspítalans hefur áhyggjur af skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira