Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 11:04 Eftir því sem börn á fleiri börn á grunnskólaaldri er líklegra að það telji sumarfríið of langt. Vísir/Vilhelm Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna. Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Frístund barna Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna.
Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Frístund barna Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49