Innlent

Þungt sím­tal bónda í Skaga­firði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Tvö ár eru í dag liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael sem markaði jafnframt upphaf hörmunganna á Gaza. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, mætir í myndver og rýnir í friðarviðræðurnar sem nú standa yfir.

Bóndi á Kirkjuhóli segir sárt að skera þurfi fé en riða greindist á bænum í gær. Við heyrum í bóndanum sem lýsir þungu símtali þar sem riðan var staðfest. Þá verðum við í beinni frá Alþingi með fulltrúum stjórnarandstöðunnar. Óánægja með störf hennar hefur stóraukist og við spyrjum hvað veldur.

Við hittum einnig hundaeiganda sem stendur mögulega frammi fyrir því að afrekshundur hennar verði aflífaður í kjölfar eftirlits Matvælastofnunar. Farið verður ítarlega yfir málið í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í formanni Bandasamtakanna sem lýsir fyrirhuguðum breytingum á búvörulögum sem reiðarslagi fyrir kúabændur og verðum í beinni með söngvaskáldum sem ætla í boðhlaup í kvöld.

Í Sportpakkanum hittum við stjörnu í liði Grindavíkur í körfubolta sem vill bæði búa og spila í bænum. Í Íslandi í dag verður stórskemmtilegur þáttur með Völu Matt þar sem hún skoðar sautján fermetra smáhýsi þar sem hver fermetri er nýttur til hins ítrasta.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×