Verkhönnun 2+1 vegar um Kjalarnes boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2019 20:30 Verkið hófst í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela. Þrjú önnur hringtorg verða á kaflanum að Hvalfjarðargöngum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30