Móðirin ætlar að áfrýja Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 14:56 Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi. Vísir/Vilhelm Móðir sem sakfelld var fyrir að verða sex ára syni sínum að bana og reyna að bana ellefu ára syni sínum ætlar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Lögmaður hennar telur að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Dómur yfir konunni var kveðinn upp í síðustu viku en birtur í dag. Í honum kemur fram að matsmenn og yfirmatsmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan hafi ekki verið alvarlega veik á geði þegar hún framdi voðaverkin á Nýbýlavegi í lok janúar síðastliðins. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að konan uppfyllti ekki skilyrði almennra hegningarlaga um refsileysi fyrir geðveikis sakir. Hún hefði samt sem áður verið haldin alvarlegu þunglyndi og örvinglun þegar hún réð yngri syni sínum bana og reyndi að myrða þann eldri. Því var hvorki fallist á sýknukröfu konununnar né kröfu um að refsing hennar yrði lækkuð vegna andlegra veikinda og hún dæmd í átján ára fangelsi. „Málinu verður áfrýjað til Landsréttar, þar sem telja verður nauðsynlegt að tekið verði til endurskoðunar annarsvegar hve þungur dómurinn er og hinsvegar að ekki hafi verið fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu og hafi átt sér ákveðnar málsbætur í ljósi þess hve alvarleg andleg veikindi hún glímdi við er verknaðurinn var framinn,“ segir í skriflegu svari Evu Dóru Kolbrúnardóttur, skipaðs verjanda konunnar, við fyrirspurn Vísis. Andlát barns á Nýbýlavegi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. 6. nóvember 2024 09:44 Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Aðalmeðferð í máli fimmtugrar konu sem sætir ákæru fyrir að orðið sex ára syni sínum að bana og reynt að bana eldri syni sínum í janúar er hafin í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið er lokað fjölmiðlum. 12. september 2024 10:11 Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. 24. júlí 2024 21:35 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Dómur yfir konunni var kveðinn upp í síðustu viku en birtur í dag. Í honum kemur fram að matsmenn og yfirmatsmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan hafi ekki verið alvarlega veik á geði þegar hún framdi voðaverkin á Nýbýlavegi í lok janúar síðastliðins. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að konan uppfyllti ekki skilyrði almennra hegningarlaga um refsileysi fyrir geðveikis sakir. Hún hefði samt sem áður verið haldin alvarlegu þunglyndi og örvinglun þegar hún réð yngri syni sínum bana og reyndi að myrða þann eldri. Því var hvorki fallist á sýknukröfu konununnar né kröfu um að refsing hennar yrði lækkuð vegna andlegra veikinda og hún dæmd í átján ára fangelsi. „Málinu verður áfrýjað til Landsréttar, þar sem telja verður nauðsynlegt að tekið verði til endurskoðunar annarsvegar hve þungur dómurinn er og hinsvegar að ekki hafi verið fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu og hafi átt sér ákveðnar málsbætur í ljósi þess hve alvarleg andleg veikindi hún glímdi við er verknaðurinn var framinn,“ segir í skriflegu svari Evu Dóru Kolbrúnardóttur, skipaðs verjanda konunnar, við fyrirspurn Vísis.
Andlát barns á Nýbýlavegi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. 6. nóvember 2024 09:44 Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Aðalmeðferð í máli fimmtugrar konu sem sætir ákæru fyrir að orðið sex ára syni sínum að bana og reynt að bana eldri syni sínum í janúar er hafin í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið er lokað fjölmiðlum. 12. september 2024 10:11 Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. 24. júlí 2024 21:35 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. 6. nóvember 2024 09:44
Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07
Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Aðalmeðferð í máli fimmtugrar konu sem sætir ákæru fyrir að orðið sex ára syni sínum að bana og reynt að bana eldri syni sínum í janúar er hafin í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið er lokað fjölmiðlum. 12. september 2024 10:11
Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. 24. júlí 2024 21:35