„Þetta er heiðarlegur stormur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 08:42 Staðan klukkan 18 í dag samkvæmt vindaspá Veðurstofunnar. Mynd/Veðurstofa Íslands „Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst. Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
„Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst.
Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira