Ronaldo alltaf komist áfram úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 13:30 Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax. vísir/getty Juventus tekur á móti Ajax í seinni leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sá fyrri fór 1-1. Stuðningsmenn Juventus geta yljað sér við þá tölfræði að Cristiano Ronaldo hefur aldrei fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á ferlinum. Lið með Ronaldo innanborðs hafa ellefu sinnum komist áfram úr 8-liða úrslitum í ellefu tilraunum. Portúgalinn komst þrisvar sinnum áfram úr 8-liða úrslitunum sem leikmaður Manchester United og átta sinnum sem leikmaður Real Madrid. Ronaldo skoraði mark Juventus í fyrri leiknum gegn Ajax í Amsterdam. Ítalíumeisturunum nægir markalaust jafntefli til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ronaldo hefur skorað í síðustu sex leikjum sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 8-liða úrslitum keppninnar, 14 mörkum meira en næsti maður.Cristiano Ronaldo in Champions League quarter-finals: —100% progression to the next round (11/11) —24 goals — 14 more than closest rival —Scored in each of his last six appearances pic.twitter.com/m1j0R4S9Ux— B/R Football (@brfootball) April 16, 2019 Ronaldo hefur skorað a.m.k. eitt mark í öllum einvígum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í nema einu; gegn Atlético Madrid tímabilið 2014-15. Real Madrid vann einvígið samanlagt 1-0, með marki Javiers Hernández. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, einu sinni með Manchester United (2008) og fjórum sinnum með Real Madrid (2014, 2016-18). Hann er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 125 mörk. Fimm þeirra hafa komið á þessu tímabili. Leikur Juventus og Ajax hefst klukkan klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu:2006-07 Man. Utd. 8-3 Roma - Tvö mörk frá Ronaldo2007-08 Man. Utd. 3-0 Roma - Eitt mark frá Ronaldo2008-09 Man. Utd. 3-2 Porto - Eitt mark frá Ronaldo2010-11 Real Madrid 5-0 Totenham - Tvö mörk frá Ronaldo2011-12 Real Madrid 8-2 APOEL - Tvö mörk frá Ronaldo2012-13 Real Madrid 5-3 Galatasary - Þrjú mörk frá Ronaldo2013-14 Real Madrid 3-2 Dortmund - Eitt mark frá Ronaldo2014-15 Real Madrid 1-0 Atlético Madrid - Ekkert mark frá Ronaldo2015-16 Real Madrid 3-2 Wolfsburg - Þrjú mörk frá Ronaldo2016-17 Real Madrid 6-3 Bayern München - Fimm mörk frá Ronaldo2017-18 Real Madrid 4-3 Juventus - Þrjú mörk frá Ronaldo Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Juventus tekur á móti Ajax í seinni leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sá fyrri fór 1-1. Stuðningsmenn Juventus geta yljað sér við þá tölfræði að Cristiano Ronaldo hefur aldrei fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á ferlinum. Lið með Ronaldo innanborðs hafa ellefu sinnum komist áfram úr 8-liða úrslitum í ellefu tilraunum. Portúgalinn komst þrisvar sinnum áfram úr 8-liða úrslitunum sem leikmaður Manchester United og átta sinnum sem leikmaður Real Madrid. Ronaldo skoraði mark Juventus í fyrri leiknum gegn Ajax í Amsterdam. Ítalíumeisturunum nægir markalaust jafntefli til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ronaldo hefur skorað í síðustu sex leikjum sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 8-liða úrslitum keppninnar, 14 mörkum meira en næsti maður.Cristiano Ronaldo in Champions League quarter-finals: —100% progression to the next round (11/11) —24 goals — 14 more than closest rival —Scored in each of his last six appearances pic.twitter.com/m1j0R4S9Ux— B/R Football (@brfootball) April 16, 2019 Ronaldo hefur skorað a.m.k. eitt mark í öllum einvígum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í nema einu; gegn Atlético Madrid tímabilið 2014-15. Real Madrid vann einvígið samanlagt 1-0, með marki Javiers Hernández. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, einu sinni með Manchester United (2008) og fjórum sinnum með Real Madrid (2014, 2016-18). Hann er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 125 mörk. Fimm þeirra hafa komið á þessu tímabili. Leikur Juventus og Ajax hefst klukkan klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu:2006-07 Man. Utd. 8-3 Roma - Tvö mörk frá Ronaldo2007-08 Man. Utd. 3-0 Roma - Eitt mark frá Ronaldo2008-09 Man. Utd. 3-2 Porto - Eitt mark frá Ronaldo2010-11 Real Madrid 5-0 Totenham - Tvö mörk frá Ronaldo2011-12 Real Madrid 8-2 APOEL - Tvö mörk frá Ronaldo2012-13 Real Madrid 5-3 Galatasary - Þrjú mörk frá Ronaldo2013-14 Real Madrid 3-2 Dortmund - Eitt mark frá Ronaldo2014-15 Real Madrid 1-0 Atlético Madrid - Ekkert mark frá Ronaldo2015-16 Real Madrid 3-2 Wolfsburg - Þrjú mörk frá Ronaldo2016-17 Real Madrid 6-3 Bayern München - Fimm mörk frá Ronaldo2017-18 Real Madrid 4-3 Juventus - Þrjú mörk frá Ronaldo
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00
Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30