Aldrei unnið Barcelona á Nývangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 16:30 Frægasta mark Ole Gunnars Solskjær kom á Nývangi. Núna er verkefni hans að stýra sínum mönnum til sigurs á þessum sögufræga leikvangi til að Manchester United komist áfram í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty Til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þarf Manchester United að gera svolítið sem liðið hefur aldrei gert áður; vinna Barcelona á Nývangi. United hefur unnið leik á Nývangi í Barcelona og þeirri stund gleyma stuðningsmenn liðsins aldrei. United tryggði sér þá Evrópumeistaratitilinn með því að skora tvö mörk í uppbótartíma gegn Bayern München þann 26. maí 1999. Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark United í umræddum leik. Tuttugu árum síðar er hann knattspyrnustjóri United sem þarf að vinna Barcelona á Nývangi til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Staða United er snúin þar sem Barcelona vann fyrri leikinn á Old Trafford, 0-1. United hefur fjórum sinnum áður mætt Barcelona á Nývangi. Tveir leikir töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. United og Barcelona mættust á Nývangi í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 1984. Börsungar unnu leikinn 2-0 en United-menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Old Trafford sem þeir unnu 3-0. Bryan Robson skoraði tvö marka United og í leikslok báru stuðningsmenn liðsins hann af velli. Barcelona tók United í kennslustund þegar liðin mættust á Nývangi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 1994-95 og vann 4-0 sigur. Hristo Stoichkov (2), Romário og Albert Ferrer skoruðu mörk Börsunga. Tímabilið 1998-99 mættust United og Barcelona aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Báðir leikirnir fóru 3-3. Í leiknum á Nývangi náði samvinna framherjaparsins Andys Cole og Dwight Yorke nýjum hæðum en þeir skoruðu öll þrjú mörk United. Brasilíumennirnir Rivaldo (2) og Sonny Anderson skoruðu mörk Börsunga. United og Barcelona mættust svo í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-08. Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu í fyrri leiknum á Nývangi sem endaði með markalausu jafntefli. United vann seinni leikinn á Old Trafford, 1-0, með marki Pauls Scholes. United og Barcelona hafa alls mæst tólf sinnum. Barcelona hefur unnið fimm leiki, United þrjá og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikur Barcelona og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30 Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30 Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þarf Manchester United að gera svolítið sem liðið hefur aldrei gert áður; vinna Barcelona á Nývangi. United hefur unnið leik á Nývangi í Barcelona og þeirri stund gleyma stuðningsmenn liðsins aldrei. United tryggði sér þá Evrópumeistaratitilinn með því að skora tvö mörk í uppbótartíma gegn Bayern München þann 26. maí 1999. Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark United í umræddum leik. Tuttugu árum síðar er hann knattspyrnustjóri United sem þarf að vinna Barcelona á Nývangi til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Staða United er snúin þar sem Barcelona vann fyrri leikinn á Old Trafford, 0-1. United hefur fjórum sinnum áður mætt Barcelona á Nývangi. Tveir leikir töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. United og Barcelona mættust á Nývangi í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 1984. Börsungar unnu leikinn 2-0 en United-menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Old Trafford sem þeir unnu 3-0. Bryan Robson skoraði tvö marka United og í leikslok báru stuðningsmenn liðsins hann af velli. Barcelona tók United í kennslustund þegar liðin mættust á Nývangi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 1994-95 og vann 4-0 sigur. Hristo Stoichkov (2), Romário og Albert Ferrer skoruðu mörk Börsunga. Tímabilið 1998-99 mættust United og Barcelona aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Báðir leikirnir fóru 3-3. Í leiknum á Nývangi náði samvinna framherjaparsins Andys Cole og Dwight Yorke nýjum hæðum en þeir skoruðu öll þrjú mörk United. Brasilíumennirnir Rivaldo (2) og Sonny Anderson skoruðu mörk Börsunga. United og Barcelona mættust svo í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-08. Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu í fyrri leiknum á Nývangi sem endaði með markalausu jafntefli. United vann seinni leikinn á Old Trafford, 1-0, með marki Pauls Scholes. United og Barcelona hafa alls mæst tólf sinnum. Barcelona hefur unnið fimm leiki, United þrjá og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikur Barcelona og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30 Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30 Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30
Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30
Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30
Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00
Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00