„Sorglegt hvernig komið er fyrir United“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2019 11:30 United átti litla möguleika gegn Barcelona. vísir/getty Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00
Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30
Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12