Sleggjan í Fjölskyldugarðinn og hringekjan gerð upp Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2019 13:07 Hringekjan hefur þurft að þola íslenskra veðráttu í um tuttugu ár og er kominn tími á andlitslyftingu. Vísir/Atli Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa tekið eftir að lítið er eftir af hringekjunni sem staðið hefur í garðinum síðustu ár og áratugi. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að verið sé að gera hringekjuna upp og að mikið standi til í garðinum á næstu mánuðum. Þorkell segir að þannig verði Sleggjan, sem var eitt helsta aðdráttarafl Smáratívolís í Smáralind sem nýverið lokaði, sett saman og opnuð í Fjölskyldugarðinum í sumar. Hann segir að ákveðið hafi verið að taka hringekjuna í Húsdýragarðinum í sundur og gera hana upp þar sem hún hafi verið mjög slitin. „Hún var smíðuð fyrir um tuttugu árum og er búin að standa úti og þola íslenska veðráttu síðan. Hún var því orðin mjög illa farin og er verið að taka hana í gegn.“ Þorkell segir að hringekjan hafi verið tekin í sundur og einingar sendar til framleiðandans á Ítalíu þar sem þær eru málaðar upp á nýtt. Verði hringekjan svo sett saman á ný og standi vonir til að það gerist í maí, fyrir sumarvertíðina. „Það fer eftir því hvernig gengur að gera við þessa hluti úti.“ Sleggjan svokallaða í Smáratívolíi.Smáratívolí Á nýjan stað Þorkell segist gera ráð fyrir að hringekjan verði flutt úr Húsdýragarðinum og í Fjölskyldugarðinn þar sem alltaf stóð til að hún ætti að vera. Hringekjunni hafi upphaflega verið komið fyrir við hlið hestagerðisins í garðinum til bráðabirgða þar sem hún svo ílengdist. Ráðist var í miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum á síðasta ári þar sem nýr fallturn var meðal annars opnaður, ökuskólinn tekinn í gegn og nýr leikkastali settur saman. Þorkell segir að áframhald verði í sumar. „Við höldum áfram í sumar og munum leggja nokkra áherslu á svæði sem hefur verið að koðna niður á síðustu árum, þar sem torfærubílarnir voru hér áður fyrr.“ Hann segir að með komu Sleggjunnar og nýjum fallturni sé verið að svara kalli um að höfða betur til eldri barna og unglinga. Börn og uppeldi Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa tekið eftir að lítið er eftir af hringekjunni sem staðið hefur í garðinum síðustu ár og áratugi. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að verið sé að gera hringekjuna upp og að mikið standi til í garðinum á næstu mánuðum. Þorkell segir að þannig verði Sleggjan, sem var eitt helsta aðdráttarafl Smáratívolís í Smáralind sem nýverið lokaði, sett saman og opnuð í Fjölskyldugarðinum í sumar. Hann segir að ákveðið hafi verið að taka hringekjuna í Húsdýragarðinum í sundur og gera hana upp þar sem hún hafi verið mjög slitin. „Hún var smíðuð fyrir um tuttugu árum og er búin að standa úti og þola íslenska veðráttu síðan. Hún var því orðin mjög illa farin og er verið að taka hana í gegn.“ Þorkell segir að hringekjan hafi verið tekin í sundur og einingar sendar til framleiðandans á Ítalíu þar sem þær eru málaðar upp á nýtt. Verði hringekjan svo sett saman á ný og standi vonir til að það gerist í maí, fyrir sumarvertíðina. „Það fer eftir því hvernig gengur að gera við þessa hluti úti.“ Sleggjan svokallaða í Smáratívolíi.Smáratívolí Á nýjan stað Þorkell segist gera ráð fyrir að hringekjan verði flutt úr Húsdýragarðinum og í Fjölskyldugarðinn þar sem alltaf stóð til að hún ætti að vera. Hringekjunni hafi upphaflega verið komið fyrir við hlið hestagerðisins í garðinum til bráðabirgða þar sem hún svo ílengdist. Ráðist var í miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum á síðasta ári þar sem nýr fallturn var meðal annars opnaður, ökuskólinn tekinn í gegn og nýr leikkastali settur saman. Þorkell segir að áframhald verði í sumar. „Við höldum áfram í sumar og munum leggja nokkra áherslu á svæði sem hefur verið að koðna niður á síðustu árum, þar sem torfærubílarnir voru hér áður fyrr.“ Hann segir að með komu Sleggjunnar og nýjum fallturni sé verið að svara kalli um að höfða betur til eldri barna og unglinga.
Börn og uppeldi Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50
Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20