Iðnaður er undirstaða Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. apríl 2019 09:00 Við sem stöndum í fylkingarbrjósti á vinnumarkaði vitum að leysa verður úr kjaradeilunni. Atvinnurekendur vilja að sjálfsögðu geta greitt starfsfólki sínu góð laun og öll viljum við að fólk geti lifað góðu lífi á Íslandi. Við sitjum líka í sömu súpunni, Íslendingar, sama hvað á dynur. Það er sameiginlegt verkefni okkar, launþega og atvinnurekenda, að sjá til þess að hér sé heilbrigt og gott atvinnulíf með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun. Fyrir því eigum við að tala en því miður gleymist þetta oft. Þetta skiptir máli því nóg er af úrtöluröddum þeirra sem vilja ala á sundurlyndi. Á þeim tíma sem Samtök iðnaðarins voru stofnuð fyrir 25 árum var takmarkaður skilningur á mikilvægi iðnaðarins. Einhæfni atvinnulífsins var sláandi. Margir litu svo á að Ísland væri óáhugavert til fjárfestinga, við vorum land lítillar framleiðni og samkeppnishæfnin var döpur. Öll árin frá stofnun hafa samtökin sett á oddinn að berjast fyrir bættri framleiðni og aukinni samkeppnishæfni. Nú eru Samtök iðnaðarins stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. Rödd iðnaðar er skýr og innan samtakanna er unnið mikið og gott starf. Á síðasta starfsári samtakanna hafa sigrar unnist á sviði menntunar, nýsköpunar, innviða og starfsumhverfis sem vert er að fagna og hafa samtökin lagt sín lóð á vogarskálarnar til að efla samkeppnishæfni landsins. Samstöðumátturinn skilar sér. Skýr sýn, fumlaus framkvæmd og markviss eftirfylgni leiðir til raunverulegra umbóta og leggur grunn að auknum lífsgæðum. Með því að halda áfram á þeirri braut eykst verðmætasköpun og meira verður þar af leiðandi til skiptanna. Þannig verður Ísland eftirsótt til búsetu og atvinnurekstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Við sem stöndum í fylkingarbrjósti á vinnumarkaði vitum að leysa verður úr kjaradeilunni. Atvinnurekendur vilja að sjálfsögðu geta greitt starfsfólki sínu góð laun og öll viljum við að fólk geti lifað góðu lífi á Íslandi. Við sitjum líka í sömu súpunni, Íslendingar, sama hvað á dynur. Það er sameiginlegt verkefni okkar, launþega og atvinnurekenda, að sjá til þess að hér sé heilbrigt og gott atvinnulíf með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun. Fyrir því eigum við að tala en því miður gleymist þetta oft. Þetta skiptir máli því nóg er af úrtöluröddum þeirra sem vilja ala á sundurlyndi. Á þeim tíma sem Samtök iðnaðarins voru stofnuð fyrir 25 árum var takmarkaður skilningur á mikilvægi iðnaðarins. Einhæfni atvinnulífsins var sláandi. Margir litu svo á að Ísland væri óáhugavert til fjárfestinga, við vorum land lítillar framleiðni og samkeppnishæfnin var döpur. Öll árin frá stofnun hafa samtökin sett á oddinn að berjast fyrir bættri framleiðni og aukinni samkeppnishæfni. Nú eru Samtök iðnaðarins stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. Rödd iðnaðar er skýr og innan samtakanna er unnið mikið og gott starf. Á síðasta starfsári samtakanna hafa sigrar unnist á sviði menntunar, nýsköpunar, innviða og starfsumhverfis sem vert er að fagna og hafa samtökin lagt sín lóð á vogarskálarnar til að efla samkeppnishæfni landsins. Samstöðumátturinn skilar sér. Skýr sýn, fumlaus framkvæmd og markviss eftirfylgni leiðir til raunverulegra umbóta og leggur grunn að auknum lífsgæðum. Með því að halda áfram á þeirri braut eykst verðmætasköpun og meira verður þar af leiðandi til skiptanna. Þannig verður Ísland eftirsótt til búsetu og atvinnurekstrar.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar