Kynsvall í félagsheimilinu á sama tíma og börnin spiluðu fótbolta fyrir utan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:00 Börn í fótbolta. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Maja Hitij Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild. Fótbolti Þýskaland Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild.
Fótbolti Þýskaland Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira