

Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið
Skerðingin vegna 74.000 krónanna frá lífeyrissjóðnum veldur því að ég fæ hver mánaðamót í raun aðeins að njóta um 10 til 20 þúsund króna af lífeyrisrétti sem ég ávann mér allt frá stofnun lífeyrissjóðsins til minna starfsloka. Ég hef ekki fundið heimildir í lögum um lífeyrissjóði fyrir reglugerð sem skerðingin gæti byggist á.
Er nema von að mönnum blöskri ósvífni stjórnvalda að læða sograna sínum þannig inn í þá sparisjóði landsmanna sem þessi sömu stjórnvöld hafa með lögum skyldað þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafnvel komið í veg fyrir að þeir sem lægst hafa laun geti komið sér upp eigin húsnæði.
Þegar Tryggingastofnunin er spurð um skerðingarnar er viðkvæðið strax að það sé aldeilis ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, heldur bara svona 40-50%, en þegar betur er að gáð þá reikna þeir skerðinguna > 45% af 105.000 króna upphæðinni og svo dregst útkoman í raun frá 74.000 kr. upphæðinni. Er ekki skerðingin þannig farin að nálgast 100%?
Ekki er ekki öll sagan sögð. Frá stofnun lífeyrissjóðanna og fram til ársins 1988 var greiddur tekjuskattur af iðgjöldunum, en það ár var lögum breytt og skattgreiðslum frestað þar til lífeyrisþegar færu að fá lífeyrinn greiddan, og nú geta því stjórnvöld í annað sinn náð tekjuskatti af þeim hluta iðgjaldsins sem greiddur var skattur af fyrir 1988 og svo skattlagt ávöxtun okkar í leiðinni.
Lífeyrissjóðirnir eru skilgetin afkvæmi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Allt frá upphafi var skýrt tekinn fram sá tilgangur sjóðanna að þeir skyldu verða viðbót við lífeyrinn sem sjóðfélagarnir ættu rétt á frá samfélagssjóðnum, og þó síðar hafi verið samþykkt lög á Alþingi um starfsemi lífeyrissjóðanna þá standa þessi orð enn óbreytt í yfirskrift stofnskrárinnar og þannig hefur þessi yfirlýsti tilgangur tvímælalaust öðlast lagagildi.
Áðurnefndir foreldrar sjóðanna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja afkvæmi sín fyrir áníðslu stjórnvalda og upptöku á útborgun sjóðfélaganna um hver mánaðamót.
Nú er lag til að segja „hingað en ekki lengra“ við fulltrúa stjórnvalda þegar þeir mæta til viðræðna við samningaborðið hjá sáttasemjara ríkisins. Hvert það stjórnvald sem brýtur lög á þegnum sínum hlýtur að teljast heppið ef það sleppur með það að lofa því að hætta þeirri iðju.
Ég legg til að ein af kröfunum til stjórnvalda verði að skerðingum vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði hætt strax að lokinni undirskrift kjarasamninganna.
Ég trúi að Grái herinn muni standa með ykkur ef í harðbakkann slær.
Skoðun

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar