Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 5. september 2025 16:01 Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar