Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar 7. september 2025 16:00 Af hverju erum við enn á lífi? Þessi spurning leitar á mann þegar maður hugsar um hversu ótrúlega nálægt við höfum verið því að eyða okkur sjálfum. Það var a.m.k. tvisvar sem mannkynið stóð á barmi kjarnorkustríðs, en kannski oftar, við vitum það ekki fyrir víst. Í seinna skiptið var það einn einstaklingur, bjargvættur, sem tók afgerandi ákvörðun um að gera ekki neitt. Og fyrir það ættum við allir, vanmáttugir almúgamenn, að vera þakklátir. Það eitt að Rússland eigi yfir 6.000 kjarnorkusprengjur er ekki bara óhugnanlegt, heldur dálítið fyndið í ljósi þess að við teljum okkur geta haft einhver áhrif á slíka ógnarstjórn. Þetta er hreint mikilmennskubrjálæði. Hugsið ykkur þetta: Við, Íslendingar norður í Atlantshafi, með okkar 370.000 hræður, sem er vart meira en meðalstórt þorp annars staðar, erum eins og lítill gjammandi Chihuahua-hundur sem er að pirra stóran, sársvangan og úrillan grábjörn sem er að vakna eftir vetrardvala. Hvaða tilgangi þjónar þetta? Björninn þarf bara að slá hraminum einu sinni frá sér og þá er út um Chihuahua-hundinn í eitt skipti fyrir öll. Við höfum ekki einu sinni flugur til að senda í hann, hvað þá kjarnorkuvopn. Slysin hafa gerst og geta gerst aftur. Blessuð sé minning Stanislav Petrov, liðsforingja í sovéska hernum, sem bjargaði heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði árið 1983. Í hinu stóra samhengi var hann eins og maurinn í moldinni. Hann hunsaði viðvörun tækja sinna og fór eftir eigin sannfæringu. Honum fannst ólíklegt að aðeins fimm flugskeyti væru á leiðinni. En hvað ef bilunin hefði sýnt 100 flugskeyti á radarnum? Hefði hann þá tekið sömu ákvörðun? Við, litli almúginn, vitum það ekki. En hann gerði það ekki, og fyrir það ætti heimsbyggðin að minnast hans á hverju ári til að muna hversu stutt við erum frá því að tortíma okkur sjálfum vegna heimsku okkar. Hættulegur heimur Á gervigreindaröld gæti svona ástand komið upp aftur. Mun það þá vera einhver lítill maur í moldinni sem tekur fram fyrir tölvuna? Maður spyr sig, við hin sem erum rétt svo fær um að setja saman Ikea-húsgögn. Það eru yfir 12.000 kjarnorkusprengjur í heiminum, flestar í eigu Rússlands og Bandaríkjanna. Leiðtogarnir í þeim löndum eru ekki beint áræðanlegustu leiðtogar heimsins. Það þarf ekki einu sinni að vera gamall maður heldur getur verið ungur og óútreiknanlegur foringi, eins og í Norður-Kóreu sem á greinilega við stórmennskubrjálæði að stríða og það sorglega er að þjóðin fylgir honum í einu og öllu sem guðlegri veru. Hvað ef þeir misreikna sig eða verða fyrir heilabilun? Það virðist vera þannig að það fari eftir veðri hvernig þeir fara fram úr á hverjum degi og við þurfum að haga okkur eftir því, restin í heiminum. Með þessum fjölda gereyðingarvopna væri hægt að sprengja allar borgir á jörðinni og gera hana óbyggilega í þúsundir ára. Það er jafnvel talið að einn kjarnorkukafbátur, sem lúrir kannski einhvers staðar í Atlantshafinu, búi yfir nógu mörgum og kraftmiklum sprengjum til að eyða hálfri jörðinni. Hér er listi yfir þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn, fyrir utan Rússland og Bandaríkin: Kína: 600 Frakkland: 290 Bretland: 225 Indland: 180 Pakistan: 170 Ísrael: 90 Norður-Kórea: 50 Þótt kjarnorkuvopnum hafi fækkað erum við aldrei nær því að setja af stað kjarnorkustríð. Það er í raun á valdi örfárra einstaklinga í heiminum að gjöreyða honum, hvort heldur þeir komi úr vestri eða austri. Við, sem höfum enga stjórn á þessari geðveiki, getum aðeins horft á. Það munaði afskaplega litlu í Kúbudeilunni á sínum tíma og svo var það Stanislav sem einn einstaklingur tók afgerandi ákvörðun um að bjarga heiminum. Hvað vitum við? Er til John Smith í Bandaríkjunum eða Li Wei Fang í Kína sem hefur gert það sama og Stanislav, en við munum aldrei fá að vita um það til að halda valdajafnvæginu í heiminum? Hver er með mikilmennskubrjálæði hérna? Væri ekki nær að horfa til hagsmuna eigin þegna í stað þess að hervæða önnur lönd? Það er nóg að taka til hendinni hér heima; búa gamla fólkinu okkar áhyggjulaust ævikvöld, styrkja barnafjölskyldur þannig að börnin þeirra geti stundað heilbrigðar tómstundir, svo eitthvað sé nefnt, og styrkja stoðþjónustukerfið okkar: Menntun, félagslega kerfið, samgöngur, heilbrigðiskerfið, löggæsluna og fleira. Kannski er það svo að það megi fórna minni hagsmunum fyrir meiri og við verðum að horfast í augu við það að vægi okkar í stóra samhenginu þegar kemur að því að leysa Úkraínustríðið er sama og ekkert. Að halda annað er ekkert nema mikilmennskubrjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Kjarnorka Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Af hverju erum við enn á lífi? Þessi spurning leitar á mann þegar maður hugsar um hversu ótrúlega nálægt við höfum verið því að eyða okkur sjálfum. Það var a.m.k. tvisvar sem mannkynið stóð á barmi kjarnorkustríðs, en kannski oftar, við vitum það ekki fyrir víst. Í seinna skiptið var það einn einstaklingur, bjargvættur, sem tók afgerandi ákvörðun um að gera ekki neitt. Og fyrir það ættum við allir, vanmáttugir almúgamenn, að vera þakklátir. Það eitt að Rússland eigi yfir 6.000 kjarnorkusprengjur er ekki bara óhugnanlegt, heldur dálítið fyndið í ljósi þess að við teljum okkur geta haft einhver áhrif á slíka ógnarstjórn. Þetta er hreint mikilmennskubrjálæði. Hugsið ykkur þetta: Við, Íslendingar norður í Atlantshafi, með okkar 370.000 hræður, sem er vart meira en meðalstórt þorp annars staðar, erum eins og lítill gjammandi Chihuahua-hundur sem er að pirra stóran, sársvangan og úrillan grábjörn sem er að vakna eftir vetrardvala. Hvaða tilgangi þjónar þetta? Björninn þarf bara að slá hraminum einu sinni frá sér og þá er út um Chihuahua-hundinn í eitt skipti fyrir öll. Við höfum ekki einu sinni flugur til að senda í hann, hvað þá kjarnorkuvopn. Slysin hafa gerst og geta gerst aftur. Blessuð sé minning Stanislav Petrov, liðsforingja í sovéska hernum, sem bjargaði heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði árið 1983. Í hinu stóra samhengi var hann eins og maurinn í moldinni. Hann hunsaði viðvörun tækja sinna og fór eftir eigin sannfæringu. Honum fannst ólíklegt að aðeins fimm flugskeyti væru á leiðinni. En hvað ef bilunin hefði sýnt 100 flugskeyti á radarnum? Hefði hann þá tekið sömu ákvörðun? Við, litli almúginn, vitum það ekki. En hann gerði það ekki, og fyrir það ætti heimsbyggðin að minnast hans á hverju ári til að muna hversu stutt við erum frá því að tortíma okkur sjálfum vegna heimsku okkar. Hættulegur heimur Á gervigreindaröld gæti svona ástand komið upp aftur. Mun það þá vera einhver lítill maur í moldinni sem tekur fram fyrir tölvuna? Maður spyr sig, við hin sem erum rétt svo fær um að setja saman Ikea-húsgögn. Það eru yfir 12.000 kjarnorkusprengjur í heiminum, flestar í eigu Rússlands og Bandaríkjanna. Leiðtogarnir í þeim löndum eru ekki beint áræðanlegustu leiðtogar heimsins. Það þarf ekki einu sinni að vera gamall maður heldur getur verið ungur og óútreiknanlegur foringi, eins og í Norður-Kóreu sem á greinilega við stórmennskubrjálæði að stríða og það sorglega er að þjóðin fylgir honum í einu og öllu sem guðlegri veru. Hvað ef þeir misreikna sig eða verða fyrir heilabilun? Það virðist vera þannig að það fari eftir veðri hvernig þeir fara fram úr á hverjum degi og við þurfum að haga okkur eftir því, restin í heiminum. Með þessum fjölda gereyðingarvopna væri hægt að sprengja allar borgir á jörðinni og gera hana óbyggilega í þúsundir ára. Það er jafnvel talið að einn kjarnorkukafbátur, sem lúrir kannski einhvers staðar í Atlantshafinu, búi yfir nógu mörgum og kraftmiklum sprengjum til að eyða hálfri jörðinni. Hér er listi yfir þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn, fyrir utan Rússland og Bandaríkin: Kína: 600 Frakkland: 290 Bretland: 225 Indland: 180 Pakistan: 170 Ísrael: 90 Norður-Kórea: 50 Þótt kjarnorkuvopnum hafi fækkað erum við aldrei nær því að setja af stað kjarnorkustríð. Það er í raun á valdi örfárra einstaklinga í heiminum að gjöreyða honum, hvort heldur þeir komi úr vestri eða austri. Við, sem höfum enga stjórn á þessari geðveiki, getum aðeins horft á. Það munaði afskaplega litlu í Kúbudeilunni á sínum tíma og svo var það Stanislav sem einn einstaklingur tók afgerandi ákvörðun um að bjarga heiminum. Hvað vitum við? Er til John Smith í Bandaríkjunum eða Li Wei Fang í Kína sem hefur gert það sama og Stanislav, en við munum aldrei fá að vita um það til að halda valdajafnvæginu í heiminum? Hver er með mikilmennskubrjálæði hérna? Væri ekki nær að horfa til hagsmuna eigin þegna í stað þess að hervæða önnur lönd? Það er nóg að taka til hendinni hér heima; búa gamla fólkinu okkar áhyggjulaust ævikvöld, styrkja barnafjölskyldur þannig að börnin þeirra geti stundað heilbrigðar tómstundir, svo eitthvað sé nefnt, og styrkja stoðþjónustukerfið okkar: Menntun, félagslega kerfið, samgöngur, heilbrigðiskerfið, löggæsluna og fleira. Kannski er það svo að það megi fórna minni hagsmunum fyrir meiri og við verðum að horfast í augu við það að vægi okkar í stóra samhenginu þegar kemur að því að leysa Úkraínustríðið er sama og ekkert. Að halda annað er ekkert nema mikilmennskubrjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun