Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 8. september 2025 14:15 Fyrirhugaðar breytingar félags- og húsnæðismálaráðherra á atvinnuleysistryggingakerfinu fela í sér að hámarkstími atvinnuleysisbóta verði styttur úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Þetta er kynnt sem leið til að „hvetja til virkni“, en í reynd er hér um að ræða skerðingu á réttindum sem bitnar á fólki sem stendur höllustum fæti á vinnumarkaði – þeim sem þegar eru í mestri hættu á langtímaatvinnuleysi og félagslegri einangrun. Það er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld tala um að bæta þjónustu við atvinnuleitendur samhliða niðurskurði á bótaréttindum. Slíkar yfirlýsingar hafa komið fram áður en reynslan sýnir að þær hafa ekki gengið eftir að fullu. Ráðist hefur verið í lokanir á þjónustuskrifstofum fyrir atvinnuleitendur víða um land s.s. á Húsavík undir yfirskriftinni að draga úr útgjöldum. Á meðan er það fólkið sem þarf á kerfinu að halda sem situr eftir með minna öryggi og færri úrræði. Ef raunverulegur stuðningur á að koma í stað bótanna þarf hann að vera skýrt fjármagnaður og útfærður, ekki aðeins nefndur í áformaskjali. Eitt helsta réttlætingaratriðið sem nefnt er, er samanburður við hin Norðurlöndin. Þar er bótatíminn víða styttri, og því sé sjálfsagt að Ísland fylgi í kjölfarið. En hvers vegna ætti það að teljast galli að við höfum hingað til boðið betri réttindi en nágrannalöndin? Þvert á móti má segja að það sé styrkleiki íslenska kerfisins að veita fólki betri tryggingu á meðan það leitar sér að vinnu. Í stað þess að miða sig alltaf við lægstu sameiginlegu mörk ættum við að spyrja: hvað þjónar best hag fólks og samfélags til lengri tíma? Ráðherra leggur áherslu á að sparnaður vegna breytinganna geti numið allt að sex milljörðum króna á ári. En ekkert er sagt um hvað það mun kosta að innleiða ný úrræði og veita þá auknu þjónustu sem lofað er. Reynsla sveitarfélaga bendir jafnframt til að þegar ríkið skerðir bótarétt lendi byrðin að verulegu leyti á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þannig er í raun ekki verið að leysa vandann heldur færa hann á annað borð. Ráðherra áformar einnig að breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort þessi stytting muni í raun stuðla að virkni. Hættan er sú að hópur atvinnuleitenda, sem nú á rétt á bótum í allt að 30 mánuði, verði eftir 18 mánuði án tekna frá atvinnuleysistryggingakerfinu og fái í staðinn félagslegar bætur eða neyðist til að sækja um örorkumat. Slíkt er ekki hvatning heldur hætta á að festa fólk í langvarandi vanvirkni og kerfisbundinni útilokun frá vinnumarkaði. Það er í raun bein hætta á að markmiðin snúist upp í andhverfu sína. Ráðherra talar um mannúð og mikilvægi þess að grípa fólk fyrr. Það er vissulega rétt að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, en hún verður að byggjast á raunverulegum úrræðum og stuðningi – ekki einhliða niðurskurði á réttindum. Ef stjórnvöld vilja forðast ótímabært örorkumat og efla virkni þá þarf að tryggja að endurhæfing, starfsnám, ráðgjöf og stuðningsúrræði séu aðgengileg og að fullu fjármögnuð. Að öðrum kosti er hættan sú að við sjáum aðeins aukinn kostnað annars staðar í kerfinu, og verra en það: fólk sem missir tengsl við vinnumarkað og samfélag til lengri tíma. Niðurstaðan er því sú að fyrirhugaðar breytingar fela í sér skerðingu sem fyrst og fremst bitnar á þeim sem síst skyldi. Það er ekki réttlætanlegt að leggja slíkt á viðkvæma hópa undir yfirskini sparnaðar. Viljum við virkilega hvetja fólk til virkni þá verðum við að fjárfesta í raunverulegri þjónustu, menntun og atvinnutækifærum – ekki að stytta þann tíma sem fólk fær til að fóta sig á ný. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar félags- og húsnæðismálaráðherra á atvinnuleysistryggingakerfinu fela í sér að hámarkstími atvinnuleysisbóta verði styttur úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Þetta er kynnt sem leið til að „hvetja til virkni“, en í reynd er hér um að ræða skerðingu á réttindum sem bitnar á fólki sem stendur höllustum fæti á vinnumarkaði – þeim sem þegar eru í mestri hættu á langtímaatvinnuleysi og félagslegri einangrun. Það er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld tala um að bæta þjónustu við atvinnuleitendur samhliða niðurskurði á bótaréttindum. Slíkar yfirlýsingar hafa komið fram áður en reynslan sýnir að þær hafa ekki gengið eftir að fullu. Ráðist hefur verið í lokanir á þjónustuskrifstofum fyrir atvinnuleitendur víða um land s.s. á Húsavík undir yfirskriftinni að draga úr útgjöldum. Á meðan er það fólkið sem þarf á kerfinu að halda sem situr eftir með minna öryggi og færri úrræði. Ef raunverulegur stuðningur á að koma í stað bótanna þarf hann að vera skýrt fjármagnaður og útfærður, ekki aðeins nefndur í áformaskjali. Eitt helsta réttlætingaratriðið sem nefnt er, er samanburður við hin Norðurlöndin. Þar er bótatíminn víða styttri, og því sé sjálfsagt að Ísland fylgi í kjölfarið. En hvers vegna ætti það að teljast galli að við höfum hingað til boðið betri réttindi en nágrannalöndin? Þvert á móti má segja að það sé styrkleiki íslenska kerfisins að veita fólki betri tryggingu á meðan það leitar sér að vinnu. Í stað þess að miða sig alltaf við lægstu sameiginlegu mörk ættum við að spyrja: hvað þjónar best hag fólks og samfélags til lengri tíma? Ráðherra leggur áherslu á að sparnaður vegna breytinganna geti numið allt að sex milljörðum króna á ári. En ekkert er sagt um hvað það mun kosta að innleiða ný úrræði og veita þá auknu þjónustu sem lofað er. Reynsla sveitarfélaga bendir jafnframt til að þegar ríkið skerðir bótarétt lendi byrðin að verulegu leyti á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þannig er í raun ekki verið að leysa vandann heldur færa hann á annað borð. Ráðherra áformar einnig að breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort þessi stytting muni í raun stuðla að virkni. Hættan er sú að hópur atvinnuleitenda, sem nú á rétt á bótum í allt að 30 mánuði, verði eftir 18 mánuði án tekna frá atvinnuleysistryggingakerfinu og fái í staðinn félagslegar bætur eða neyðist til að sækja um örorkumat. Slíkt er ekki hvatning heldur hætta á að festa fólk í langvarandi vanvirkni og kerfisbundinni útilokun frá vinnumarkaði. Það er í raun bein hætta á að markmiðin snúist upp í andhverfu sína. Ráðherra talar um mannúð og mikilvægi þess að grípa fólk fyrr. Það er vissulega rétt að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, en hún verður að byggjast á raunverulegum úrræðum og stuðningi – ekki einhliða niðurskurði á réttindum. Ef stjórnvöld vilja forðast ótímabært örorkumat og efla virkni þá þarf að tryggja að endurhæfing, starfsnám, ráðgjöf og stuðningsúrræði séu aðgengileg og að fullu fjármögnuð. Að öðrum kosti er hættan sú að við sjáum aðeins aukinn kostnað annars staðar í kerfinu, og verra en það: fólk sem missir tengsl við vinnumarkað og samfélag til lengri tíma. Niðurstaðan er því sú að fyrirhugaðar breytingar fela í sér skerðingu sem fyrst og fremst bitnar á þeim sem síst skyldi. Það er ekki réttlætanlegt að leggja slíkt á viðkvæma hópa undir yfirskini sparnaðar. Viljum við virkilega hvetja fólk til virkni þá verðum við að fjárfesta í raunverulegri þjónustu, menntun og atvinnutækifærum – ekki að stytta þann tíma sem fólk fær til að fóta sig á ný. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun