Lánið er valt Hildur Björnsdóttir skrifar 3. apríl 2019 08:00 Vestræn samfélög þróast á hraða ljóssins. Fjármálaumhverfið er stöðugum breytingum háð og fjórða iðnbyltingin færir okkur áður óþekktar áskoranir. Mikilvægt er að vera meðvituð um þau flóknu viðfangsefni sem verða afleiðingar framfara – en grípa jafnframt tækifærin sem fylgja. Vinnumarkaður framtíðar er talinn verða gjörólíkur þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Tæknin muni skapa fjölmörg störf en samhliða leysa önnur af hólmi. Menntakerfið þurfi að búa börn betur undir gjörbreytt atvinnulíf. Úrlausn flókinna vandamála, skapandi og gagnrýnin hugsun verði meðal lykilþátta á þeirri vegferð. Þeir sem tileinki sér slíka færni verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf og breyttan veruleika. Fjo¨lmargar erlendar þjo´ðir hafa lagt ríka áherslu á bætt fjármálalæsi almennings. Fólk verði að geta notast við gagnrýna hugsun þegar teknar eru flóknar fjárhagslegar ákvarðanir. Árið 2012 lýsti þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna yfir eindregnum stuðningi við eflingu fjármálalæsis meðal ungs fólks. Hann taldi auðsýnt að slíkt myndi leiða til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar. Framkvæmdastjóri OECD hefur tekið í sama streng og lýst áhyggjum af því hvernig sífellt yngra fólk kljáist nú við flóknar ákvarðanir í fjármálum. Hlutfall ungs fólk, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til Umboðsmanns skuldara í greiðsluvanda vegna smálána hefur margfaldast á undanförnum árum. Auka þarf skilning ungs fólks á þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem fylgir slíkri lántöku og efla gagnrýna hugsun við flókna ákvarðanatöku. Það er liður í fjárhagslegu heilbrigði en ekki síður undirbúningi fyrir störf framtíðar. Ég tel rétt að grunnskólar Reykjavíkur tryggi nemendum á unglingastigi kennslu í fjármálalæsi. Þannig mætti fyrirbyggja skuldsetningu umfram greiðslugetu og móta heilbrigt viðhorf til fjármála. Árið 2021 mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar. Það er mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir mælinguna, en fyrst og fremst er mikilvægt að undirbúa ungmenni undir krefjandi áskoranir fullorðinsára – því lánið er valt og lukkan hál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Vestræn samfélög þróast á hraða ljóssins. Fjármálaumhverfið er stöðugum breytingum háð og fjórða iðnbyltingin færir okkur áður óþekktar áskoranir. Mikilvægt er að vera meðvituð um þau flóknu viðfangsefni sem verða afleiðingar framfara – en grípa jafnframt tækifærin sem fylgja. Vinnumarkaður framtíðar er talinn verða gjörólíkur þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Tæknin muni skapa fjölmörg störf en samhliða leysa önnur af hólmi. Menntakerfið þurfi að búa börn betur undir gjörbreytt atvinnulíf. Úrlausn flókinna vandamála, skapandi og gagnrýnin hugsun verði meðal lykilþátta á þeirri vegferð. Þeir sem tileinki sér slíka færni verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf og breyttan veruleika. Fjo¨lmargar erlendar þjo´ðir hafa lagt ríka áherslu á bætt fjármálalæsi almennings. Fólk verði að geta notast við gagnrýna hugsun þegar teknar eru flóknar fjárhagslegar ákvarðanir. Árið 2012 lýsti þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna yfir eindregnum stuðningi við eflingu fjármálalæsis meðal ungs fólks. Hann taldi auðsýnt að slíkt myndi leiða til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar. Framkvæmdastjóri OECD hefur tekið í sama streng og lýst áhyggjum af því hvernig sífellt yngra fólk kljáist nú við flóknar ákvarðanir í fjármálum. Hlutfall ungs fólk, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til Umboðsmanns skuldara í greiðsluvanda vegna smálána hefur margfaldast á undanförnum árum. Auka þarf skilning ungs fólks á þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem fylgir slíkri lántöku og efla gagnrýna hugsun við flókna ákvarðanatöku. Það er liður í fjárhagslegu heilbrigði en ekki síður undirbúningi fyrir störf framtíðar. Ég tel rétt að grunnskólar Reykjavíkur tryggi nemendum á unglingastigi kennslu í fjármálalæsi. Þannig mætti fyrirbyggja skuldsetningu umfram greiðslugetu og móta heilbrigt viðhorf til fjármála. Árið 2021 mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar. Það er mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir mælinguna, en fyrst og fremst er mikilvægt að undirbúa ungmenni undir krefjandi áskoranir fullorðinsára – því lánið er valt og lukkan hál.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun