Minna tuð, meiri aðgerðir Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 3. apríl 2019 09:10 Tími fálætis í umhverfismálum er liðinn. Við þurfum að taka stór og stefnumótandi skref núna strax. Við höfum ekki tíma til að taka lítil skref sem trufla fáa en breyta litlu. Við höfum ekki tíma til að vera ,,dipló”. Sá tími er löngu liðinn. Við þurfum róttækni. Við þurfum hugrekki. Unga fólkið á vikulegum loftslagsmótmælum krefst róttækra aðgerða, enda snúast loftslagsmálin um jafnrétti milli kynslóða fyrst og fremst. Eldri kynslóðir eru búnar að menga hömlulaust á kostnað næstu kynslóða og ef við sveigjum ekki af þessari braut ekki seinna en núna verður það orðið of seint.Segjum „bless“ við plástrana Sumir kollegar mínir úr minnihluta borgarstjórnar láta eins og okkar aðgerðir í meirihlutanum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda séu hálfgert ofstæki. Þeir vilja eingöngu ráðast í aðgerðir sem eru í besta falli plástrar á sárin. Þeir standa vörð um frelsi einstaklingsins til að menga en vilja helst bara draga úr neikvæðum afleiðingum þeirrar mengunar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins sagði á nýlegum borgarstjórnarfundi um aðgerðir meirihlutans til að draga úr mengun: „Ég vil bara að við höldum okkur við hvað við getum gert án þess að segja fólki hvernig það á að lifa lífi sínu”. Ég er sammála því að fólk eigi að mestu að fá að vera í friði - svo lengi sem það brýtur ekki á frelsi annarra en það gerir mengun einmitt með víðtækum hætti. Þessi staðhæfing Kolbrúnar ber vott um algjöra firringu og engan skilning á umfangi vandans. Þetta segir hún þrátt fyrir að við Íslendingar losum mest magn koltvíoxíðs af öllum löndum Evrópu innan ESB- og EFTA-svæðisins (1).Skoðum staðreyndir, ekki bull Aðrir afneita vísindunum. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins bókaði eftirfarandi á fundi Borgarráðs 6. mars þegar ákveðið var að ráðast í framkvæmdir við endurheimt votlendis í Úlfarsárdal: „Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að endurheimt votlendis auki kolefnisbindingu”. Það er af og frá. Votlendi bindur koltvíoxíð og standa nágrannaþjóðir okkar í metnaðarfullum endurheimtingarverkefnum vegna þessa. Finnar hafa undanfarin ár endurheimt votlendi í stórum stíl til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með góðum árangri (2). Skotar hafa í sinni loftslagsáætlun fyrir 2018-2032 markmið um að endurheimta 50.000 hektara votlendis fyrir 2020 og 250.000 hektara fyrir 2030 (3). Við ætlum líka að endurheimta votlendi í Reykjavík því það virkar. Eitt það mikilvægasta sem Reykjavíkurborg getur gert til að draga úr mengun er að efla notkun vistvænna ferðamáta og minnka notkun bíla. Bílar menga. En framleiðsla þeirra og flutningur til kaupanda menga líka. Gatnagerð er mengandi og það að spæna upp malbikinu er mengandi. En notkun vistvænna ferðamáta dregur líka úr sóun. Þegar við ferðumst milli búðarinnar og heimilis á vistvænan hátt þurfum við að forgangsraða betur við innkaupin sem minnkar sóun vegna þess að það er hreinlega takmarkað hversu mikið við getum flutt með okkur milli staða án bíls.Tíminn er á þrotum Að auka notkun vistvænna ferðamáta er þó langt frá því að vera það eina sem borgin er að gera. Nýbyggingar í borginni fara í gegnum umhverfismat þar sem lögð er áhersla á sjálfbær hverfi, verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúrulegra vistkerfa og aukinn orkusparnað. Yfir 90% af allri uppbyggingu er innan núverandi byggðar, þannig takmörkum við fótspor okkar og styrkjum grundvöllinn fyrir vistvænum samgöngum og sjálfbærum hverfum. Við leggjum áherslu á að gróðursetja fleiri tré sem breyta koltvíoxíði í súrefni, við ætlum að draga úr myndun úrgangs, auka stuðning við verkefni sem stuðla að endurnotkun og endurvinnslu og auka framleiðslu vistvænna orkugjafa með nýrri gas- og jarðgerðarstöð þar sem loksins verður farið að flokka lífrænan úrgang heimilanna. Svo ekki sé minnst á áherslu okkar á nýsköpun og nýjar, snjallar og umhverfisvænar lausnir. Við þurfum að taka róttæk skref til minnka losun gróðurhúsalofttegunda svo að næstu kynslóðir eigi séns. Við höfum örfá ár þangað til það er orðið of seint. Til þess að þetta mega verða þurfum við öll að vinna saman, stjórnmálafólk og almenningur. Og við þurfum stjórnmálafólk sem byggir ákvarðanir sínar og skoðanir á staðreyndum. Tíminn er að renna frá okkur. Eyðum honum ekki í tuð heldur aðgerðir.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Heimildir: (1) https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/umhverfi/losun-koltvisyrings-a-einstakling/(2) https://ec.europa.eu/environment/life/project/Projects/index.cfm?fuseaction=home.showFile&rep=file&fil=Boreal_Peatland_Best_Practices.pdf(3) https://www2.gov.scot/Resource/0053/00532096.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Tími fálætis í umhverfismálum er liðinn. Við þurfum að taka stór og stefnumótandi skref núna strax. Við höfum ekki tíma til að taka lítil skref sem trufla fáa en breyta litlu. Við höfum ekki tíma til að vera ,,dipló”. Sá tími er löngu liðinn. Við þurfum róttækni. Við þurfum hugrekki. Unga fólkið á vikulegum loftslagsmótmælum krefst róttækra aðgerða, enda snúast loftslagsmálin um jafnrétti milli kynslóða fyrst og fremst. Eldri kynslóðir eru búnar að menga hömlulaust á kostnað næstu kynslóða og ef við sveigjum ekki af þessari braut ekki seinna en núna verður það orðið of seint.Segjum „bless“ við plástrana Sumir kollegar mínir úr minnihluta borgarstjórnar láta eins og okkar aðgerðir í meirihlutanum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda séu hálfgert ofstæki. Þeir vilja eingöngu ráðast í aðgerðir sem eru í besta falli plástrar á sárin. Þeir standa vörð um frelsi einstaklingsins til að menga en vilja helst bara draga úr neikvæðum afleiðingum þeirrar mengunar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins sagði á nýlegum borgarstjórnarfundi um aðgerðir meirihlutans til að draga úr mengun: „Ég vil bara að við höldum okkur við hvað við getum gert án þess að segja fólki hvernig það á að lifa lífi sínu”. Ég er sammála því að fólk eigi að mestu að fá að vera í friði - svo lengi sem það brýtur ekki á frelsi annarra en það gerir mengun einmitt með víðtækum hætti. Þessi staðhæfing Kolbrúnar ber vott um algjöra firringu og engan skilning á umfangi vandans. Þetta segir hún þrátt fyrir að við Íslendingar losum mest magn koltvíoxíðs af öllum löndum Evrópu innan ESB- og EFTA-svæðisins (1).Skoðum staðreyndir, ekki bull Aðrir afneita vísindunum. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins bókaði eftirfarandi á fundi Borgarráðs 6. mars þegar ákveðið var að ráðast í framkvæmdir við endurheimt votlendis í Úlfarsárdal: „Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að endurheimt votlendis auki kolefnisbindingu”. Það er af og frá. Votlendi bindur koltvíoxíð og standa nágrannaþjóðir okkar í metnaðarfullum endurheimtingarverkefnum vegna þessa. Finnar hafa undanfarin ár endurheimt votlendi í stórum stíl til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með góðum árangri (2). Skotar hafa í sinni loftslagsáætlun fyrir 2018-2032 markmið um að endurheimta 50.000 hektara votlendis fyrir 2020 og 250.000 hektara fyrir 2030 (3). Við ætlum líka að endurheimta votlendi í Reykjavík því það virkar. Eitt það mikilvægasta sem Reykjavíkurborg getur gert til að draga úr mengun er að efla notkun vistvænna ferðamáta og minnka notkun bíla. Bílar menga. En framleiðsla þeirra og flutningur til kaupanda menga líka. Gatnagerð er mengandi og það að spæna upp malbikinu er mengandi. En notkun vistvænna ferðamáta dregur líka úr sóun. Þegar við ferðumst milli búðarinnar og heimilis á vistvænan hátt þurfum við að forgangsraða betur við innkaupin sem minnkar sóun vegna þess að það er hreinlega takmarkað hversu mikið við getum flutt með okkur milli staða án bíls.Tíminn er á þrotum Að auka notkun vistvænna ferðamáta er þó langt frá því að vera það eina sem borgin er að gera. Nýbyggingar í borginni fara í gegnum umhverfismat þar sem lögð er áhersla á sjálfbær hverfi, verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúrulegra vistkerfa og aukinn orkusparnað. Yfir 90% af allri uppbyggingu er innan núverandi byggðar, þannig takmörkum við fótspor okkar og styrkjum grundvöllinn fyrir vistvænum samgöngum og sjálfbærum hverfum. Við leggjum áherslu á að gróðursetja fleiri tré sem breyta koltvíoxíði í súrefni, við ætlum að draga úr myndun úrgangs, auka stuðning við verkefni sem stuðla að endurnotkun og endurvinnslu og auka framleiðslu vistvænna orkugjafa með nýrri gas- og jarðgerðarstöð þar sem loksins verður farið að flokka lífrænan úrgang heimilanna. Svo ekki sé minnst á áherslu okkar á nýsköpun og nýjar, snjallar og umhverfisvænar lausnir. Við þurfum að taka róttæk skref til minnka losun gróðurhúsalofttegunda svo að næstu kynslóðir eigi séns. Við höfum örfá ár þangað til það er orðið of seint. Til þess að þetta mega verða þurfum við öll að vinna saman, stjórnmálafólk og almenningur. Og við þurfum stjórnmálafólk sem byggir ákvarðanir sínar og skoðanir á staðreyndum. Tíminn er að renna frá okkur. Eyðum honum ekki í tuð heldur aðgerðir.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Heimildir: (1) https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/umhverfi/losun-koltvisyrings-a-einstakling/(2) https://ec.europa.eu/environment/life/project/Projects/index.cfm?fuseaction=home.showFile&rep=file&fil=Boreal_Peatland_Best_Practices.pdf(3) https://www2.gov.scot/Resource/0053/00532096.pdf
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun