Hugmyndafræðilegar jarðhræringar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar