Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 14:16 Skoðanakannanir hafa bent til þess að Biden sé með mest fylgi mögulegra frambjóðenda í forvali demókrata. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi demókratar, segist ekki telja að hann hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt þrátt fyrir ásakanir samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona Demókrataflokksins frá Nevada, sagði frá áreitni sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hendi Biden árið 2014 í grein sem hún birti á föstudag. Þar segir hún að Biden hafi snert hana á óviðeigandi hátt og kysst hana aftan á höfuðið á kosningafundi. Talsmaður Biden hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann sagði að hvorki Biden né starfslið hans myndi eftir að atvikið hefði átt sér stað og að þau hafi aldrei orðið þess var að varaforsetinn hefði valdið Flores ónótum. Í dag birti Biden svo yfirlýsingu í eigin nafni þar sem hann gekkst ekki við ásökunum Flores en sagðist telja að hann hafi aldrei komið fram á óviðeigandi hátt í þúsundum skipta sem hann tók í höndina á fólki, faðmaði það, sýndi því alúð, stuðning eða huggun á fjórum áratugum í opinberum störfum. „Ef það er gefið í skyn að ég hafi gert það þá mun ég hlusta af virðingu en það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingunni sem Politico segir frá. Sagðist Biden jafnframt ætla að hlusta á upplifanir kvenna. Biden er talinn líklegur til afreka í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Búist hefur verið við því að hann geri það. Nokkrir frambjóðendur í forvalinu, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hafa þegar lýst því yfir að þeir trúi Flores.NEW: Statement from Joe Biden saying in all his years in public life, taking photos and giving hugs, “not once - never - did I believe I acted inappropriately. If it is suggested I did so, I will listen respectfully. But it was never my intention.” pic.twitter.com/P0OuFeWDXu— Matt Viser (@mviser) March 31, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi demókratar, segist ekki telja að hann hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt þrátt fyrir ásakanir samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona Demókrataflokksins frá Nevada, sagði frá áreitni sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hendi Biden árið 2014 í grein sem hún birti á föstudag. Þar segir hún að Biden hafi snert hana á óviðeigandi hátt og kysst hana aftan á höfuðið á kosningafundi. Talsmaður Biden hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann sagði að hvorki Biden né starfslið hans myndi eftir að atvikið hefði átt sér stað og að þau hafi aldrei orðið þess var að varaforsetinn hefði valdið Flores ónótum. Í dag birti Biden svo yfirlýsingu í eigin nafni þar sem hann gekkst ekki við ásökunum Flores en sagðist telja að hann hafi aldrei komið fram á óviðeigandi hátt í þúsundum skipta sem hann tók í höndina á fólki, faðmaði það, sýndi því alúð, stuðning eða huggun á fjórum áratugum í opinberum störfum. „Ef það er gefið í skyn að ég hafi gert það þá mun ég hlusta af virðingu en það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingunni sem Politico segir frá. Sagðist Biden jafnframt ætla að hlusta á upplifanir kvenna. Biden er talinn líklegur til afreka í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Búist hefur verið við því að hann geri það. Nokkrir frambjóðendur í forvalinu, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hafa þegar lýst því yfir að þeir trúi Flores.NEW: Statement from Joe Biden saying in all his years in public life, taking photos and giving hugs, “not once - never - did I believe I acted inappropriately. If it is suggested I did so, I will listen respectfully. But it was never my intention.” pic.twitter.com/P0OuFeWDXu— Matt Viser (@mviser) March 31, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24