Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 21:00 Jared Kushner (t.v.) og Ivanka Trump (t.h.). AP/Pablo Martinez Monsivais Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafið Hvíta húsið um upplýsingar um notkun starfsmanna þess á skilaboðaforritum og öðrum samskiptaforritum í ljósi vísbendinga um að tengdasonur Donalds Trump forseta noti spjallforritið WhatsApp í opinberum erindrekstri. Þá er dóttir forsetans sögð nota persónulegan tölvupóst í opinberum erindagjörðum. Lögmaður Jareds Kushner, tengdasonar Trump og helsta ráðgjafa, sagði Elijah Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að Kushner notaði WhatsApp í opinberum erindagjörðum í desember. Frá þessu greindi Cummings í bréfi til Hvíta hússins þar sem hann krafðist gagna um notkun starfsmanna á samskiptaforritum, að sögn Washington Post. Tölvupóstar og fjarskiptaöryggi urðu að einu umtalaðasta máli kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá gagnrýndu repúblikanar Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, harðlega fyrir að hafa haft samskipti um eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Trump kallaði meðal annars eftir því að hún yrði fangelsuð fyrir það þrátt fyrir að alríkislögreglan FBI hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að sækja hana til saka. Hafi Kushner notað dulkóðuð skilaboð sem WhatsApp býður upp á til að senda skilaboð í tengslum við opinber störf sín gæti það verið brot á stefnu Hvíta hússins og lögum um varðveislu gagna forsetaembættisins nema hann hafi gert afrit af þeim á opinberum samskiptamiðlum sínum innan tuttugu daga. Cummings segir að lögmaður Kushner hefði fullyrt við sig að hann hefði farið að lögum og reglum vegna þess að hann hefði tekið skjáskot af samskiptum sínum og áframsent þau á opinbert tölvupóstfang sitt eða til starfsmanna þjóðaröryggisráðsins. Lögmaðurinn neitaði því að Kushner hefði notað WhatsApp til að eiga í samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga.Trump er sagður hafa skipað persónulega fyrir um að tengdasonur sinn skyldi fá öryggisheimild þrátt fyrir andmæli leyniþjónustusérfræðinga.AP/Evan VucciSendi hundruð pósta frá persónulegu tölvupóstfangi Lögmaðurinn sagði Cummings einnig að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginkona Kushner og ráðgjafi í Hvíta húsinu, hefði tekið við tölvupóstum vegna opinberra erinda á persónulegu tölvupóstfangi sínu og að hún áframsendi þá pósta ekki alltaf á opinbert tölvupóstfang sitt hjá Hvíta húsinu. Átti hann þá við fyrir september árið 2017 þegar lögfræðingar Hvíta hússins áttuðu sig á umfangi tölvupóstsendinga hennar í gegnum persónulegt póstfang. Þá hafði komið í ljós að hún hefði sent hundruð pósta frá persónulegu póstfangi sínu til starfsmanna Hvíta hússins og braut það gegn alríkislögum um varðveislu gagna. Sagt var frá því fyrir nokkru að Trump forseti hefði gripið fram fyrir hendurnar á leyniþjónustusérfræðingum sem töldu að Kushner ætti ekki að fá hæstu mögulega öryggisheimild. Þeir óttuðust að reynsluleysi Kushner og flókið net viðskiptahagsmuna gæti gert erlendum ríkjum auðvelt að notfæra sér hann. Trump hafi gefið skipun um að Kushner fengi hæstu möguleg öryggisheimild. Forsetinn hafði áður neitað því að hafa komið nálægt veitingu heimildarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37 Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Auður Kushner hefur hins vegar fimmfaldast á unfanförnum árum. 13. október 2018 18:02 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafið Hvíta húsið um upplýsingar um notkun starfsmanna þess á skilaboðaforritum og öðrum samskiptaforritum í ljósi vísbendinga um að tengdasonur Donalds Trump forseta noti spjallforritið WhatsApp í opinberum erindrekstri. Þá er dóttir forsetans sögð nota persónulegan tölvupóst í opinberum erindagjörðum. Lögmaður Jareds Kushner, tengdasonar Trump og helsta ráðgjafa, sagði Elijah Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að Kushner notaði WhatsApp í opinberum erindagjörðum í desember. Frá þessu greindi Cummings í bréfi til Hvíta hússins þar sem hann krafðist gagna um notkun starfsmanna á samskiptaforritum, að sögn Washington Post. Tölvupóstar og fjarskiptaöryggi urðu að einu umtalaðasta máli kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá gagnrýndu repúblikanar Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, harðlega fyrir að hafa haft samskipti um eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Trump kallaði meðal annars eftir því að hún yrði fangelsuð fyrir það þrátt fyrir að alríkislögreglan FBI hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að sækja hana til saka. Hafi Kushner notað dulkóðuð skilaboð sem WhatsApp býður upp á til að senda skilaboð í tengslum við opinber störf sín gæti það verið brot á stefnu Hvíta hússins og lögum um varðveislu gagna forsetaembættisins nema hann hafi gert afrit af þeim á opinberum samskiptamiðlum sínum innan tuttugu daga. Cummings segir að lögmaður Kushner hefði fullyrt við sig að hann hefði farið að lögum og reglum vegna þess að hann hefði tekið skjáskot af samskiptum sínum og áframsent þau á opinbert tölvupóstfang sitt eða til starfsmanna þjóðaröryggisráðsins. Lögmaðurinn neitaði því að Kushner hefði notað WhatsApp til að eiga í samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga.Trump er sagður hafa skipað persónulega fyrir um að tengdasonur sinn skyldi fá öryggisheimild þrátt fyrir andmæli leyniþjónustusérfræðinga.AP/Evan VucciSendi hundruð pósta frá persónulegu tölvupóstfangi Lögmaðurinn sagði Cummings einnig að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginkona Kushner og ráðgjafi í Hvíta húsinu, hefði tekið við tölvupóstum vegna opinberra erinda á persónulegu tölvupóstfangi sínu og að hún áframsendi þá pósta ekki alltaf á opinbert tölvupóstfang sitt hjá Hvíta húsinu. Átti hann þá við fyrir september árið 2017 þegar lögfræðingar Hvíta hússins áttuðu sig á umfangi tölvupóstsendinga hennar í gegnum persónulegt póstfang. Þá hafði komið í ljós að hún hefði sent hundruð pósta frá persónulegu póstfangi sínu til starfsmanna Hvíta hússins og braut það gegn alríkislögum um varðveislu gagna. Sagt var frá því fyrir nokkru að Trump forseti hefði gripið fram fyrir hendurnar á leyniþjónustusérfræðingum sem töldu að Kushner ætti ekki að fá hæstu mögulega öryggisheimild. Þeir óttuðust að reynsluleysi Kushner og flókið net viðskiptahagsmuna gæti gert erlendum ríkjum auðvelt að notfæra sér hann. Trump hafi gefið skipun um að Kushner fengi hæstu möguleg öryggisheimild. Forsetinn hafði áður neitað því að hafa komið nálægt veitingu heimildarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37 Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Auður Kushner hefur hins vegar fimmfaldast á unfanförnum árum. 13. október 2018 18:02 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30
Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37
Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Auður Kushner hefur hins vegar fimmfaldast á unfanförnum árum. 13. október 2018 18:02