Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 21:00 Jared Kushner (t.v.) og Ivanka Trump (t.h.). AP/Pablo Martinez Monsivais Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafið Hvíta húsið um upplýsingar um notkun starfsmanna þess á skilaboðaforritum og öðrum samskiptaforritum í ljósi vísbendinga um að tengdasonur Donalds Trump forseta noti spjallforritið WhatsApp í opinberum erindrekstri. Þá er dóttir forsetans sögð nota persónulegan tölvupóst í opinberum erindagjörðum. Lögmaður Jareds Kushner, tengdasonar Trump og helsta ráðgjafa, sagði Elijah Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að Kushner notaði WhatsApp í opinberum erindagjörðum í desember. Frá þessu greindi Cummings í bréfi til Hvíta hússins þar sem hann krafðist gagna um notkun starfsmanna á samskiptaforritum, að sögn Washington Post. Tölvupóstar og fjarskiptaöryggi urðu að einu umtalaðasta máli kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá gagnrýndu repúblikanar Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, harðlega fyrir að hafa haft samskipti um eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Trump kallaði meðal annars eftir því að hún yrði fangelsuð fyrir það þrátt fyrir að alríkislögreglan FBI hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að sækja hana til saka. Hafi Kushner notað dulkóðuð skilaboð sem WhatsApp býður upp á til að senda skilaboð í tengslum við opinber störf sín gæti það verið brot á stefnu Hvíta hússins og lögum um varðveislu gagna forsetaembættisins nema hann hafi gert afrit af þeim á opinberum samskiptamiðlum sínum innan tuttugu daga. Cummings segir að lögmaður Kushner hefði fullyrt við sig að hann hefði farið að lögum og reglum vegna þess að hann hefði tekið skjáskot af samskiptum sínum og áframsent þau á opinbert tölvupóstfang sitt eða til starfsmanna þjóðaröryggisráðsins. Lögmaðurinn neitaði því að Kushner hefði notað WhatsApp til að eiga í samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga.Trump er sagður hafa skipað persónulega fyrir um að tengdasonur sinn skyldi fá öryggisheimild þrátt fyrir andmæli leyniþjónustusérfræðinga.AP/Evan VucciSendi hundruð pósta frá persónulegu tölvupóstfangi Lögmaðurinn sagði Cummings einnig að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginkona Kushner og ráðgjafi í Hvíta húsinu, hefði tekið við tölvupóstum vegna opinberra erinda á persónulegu tölvupóstfangi sínu og að hún áframsendi þá pósta ekki alltaf á opinbert tölvupóstfang sitt hjá Hvíta húsinu. Átti hann þá við fyrir september árið 2017 þegar lögfræðingar Hvíta hússins áttuðu sig á umfangi tölvupóstsendinga hennar í gegnum persónulegt póstfang. Þá hafði komið í ljós að hún hefði sent hundruð pósta frá persónulegu póstfangi sínu til starfsmanna Hvíta hússins og braut það gegn alríkislögum um varðveislu gagna. Sagt var frá því fyrir nokkru að Trump forseti hefði gripið fram fyrir hendurnar á leyniþjónustusérfræðingum sem töldu að Kushner ætti ekki að fá hæstu mögulega öryggisheimild. Þeir óttuðust að reynsluleysi Kushner og flókið net viðskiptahagsmuna gæti gert erlendum ríkjum auðvelt að notfæra sér hann. Trump hafi gefið skipun um að Kushner fengi hæstu möguleg öryggisheimild. Forsetinn hafði áður neitað því að hafa komið nálægt veitingu heimildarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37 Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Auður Kushner hefur hins vegar fimmfaldast á unfanförnum árum. 13. október 2018 18:02 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafið Hvíta húsið um upplýsingar um notkun starfsmanna þess á skilaboðaforritum og öðrum samskiptaforritum í ljósi vísbendinga um að tengdasonur Donalds Trump forseta noti spjallforritið WhatsApp í opinberum erindrekstri. Þá er dóttir forsetans sögð nota persónulegan tölvupóst í opinberum erindagjörðum. Lögmaður Jareds Kushner, tengdasonar Trump og helsta ráðgjafa, sagði Elijah Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að Kushner notaði WhatsApp í opinberum erindagjörðum í desember. Frá þessu greindi Cummings í bréfi til Hvíta hússins þar sem hann krafðist gagna um notkun starfsmanna á samskiptaforritum, að sögn Washington Post. Tölvupóstar og fjarskiptaöryggi urðu að einu umtalaðasta máli kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá gagnrýndu repúblikanar Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, harðlega fyrir að hafa haft samskipti um eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Trump kallaði meðal annars eftir því að hún yrði fangelsuð fyrir það þrátt fyrir að alríkislögreglan FBI hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að sækja hana til saka. Hafi Kushner notað dulkóðuð skilaboð sem WhatsApp býður upp á til að senda skilaboð í tengslum við opinber störf sín gæti það verið brot á stefnu Hvíta hússins og lögum um varðveislu gagna forsetaembættisins nema hann hafi gert afrit af þeim á opinberum samskiptamiðlum sínum innan tuttugu daga. Cummings segir að lögmaður Kushner hefði fullyrt við sig að hann hefði farið að lögum og reglum vegna þess að hann hefði tekið skjáskot af samskiptum sínum og áframsent þau á opinbert tölvupóstfang sitt eða til starfsmanna þjóðaröryggisráðsins. Lögmaðurinn neitaði því að Kushner hefði notað WhatsApp til að eiga í samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga.Trump er sagður hafa skipað persónulega fyrir um að tengdasonur sinn skyldi fá öryggisheimild þrátt fyrir andmæli leyniþjónustusérfræðinga.AP/Evan VucciSendi hundruð pósta frá persónulegu tölvupóstfangi Lögmaðurinn sagði Cummings einnig að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginkona Kushner og ráðgjafi í Hvíta húsinu, hefði tekið við tölvupóstum vegna opinberra erinda á persónulegu tölvupóstfangi sínu og að hún áframsendi þá pósta ekki alltaf á opinbert tölvupóstfang sitt hjá Hvíta húsinu. Átti hann þá við fyrir september árið 2017 þegar lögfræðingar Hvíta hússins áttuðu sig á umfangi tölvupóstsendinga hennar í gegnum persónulegt póstfang. Þá hafði komið í ljós að hún hefði sent hundruð pósta frá persónulegu póstfangi sínu til starfsmanna Hvíta hússins og braut það gegn alríkislögum um varðveislu gagna. Sagt var frá því fyrir nokkru að Trump forseti hefði gripið fram fyrir hendurnar á leyniþjónustusérfræðingum sem töldu að Kushner ætti ekki að fá hæstu mögulega öryggisheimild. Þeir óttuðust að reynsluleysi Kushner og flókið net viðskiptahagsmuna gæti gert erlendum ríkjum auðvelt að notfæra sér hann. Trump hafi gefið skipun um að Kushner fengi hæstu möguleg öryggisheimild. Forsetinn hafði áður neitað því að hafa komið nálægt veitingu heimildarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37 Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Auður Kushner hefur hins vegar fimmfaldast á unfanförnum árum. 13. október 2018 18:02 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30
Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37
Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Auður Kushner hefur hins vegar fimmfaldast á unfanförnum árum. 13. október 2018 18:02