Bandaríkin sögð ætla að selja Taívan orrustuþotur Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2019 11:29 Ríkisstjórn Taívan vill kaupa rúmlega 60 orrustuþotur af gerðinni F-16 af Bandaríkjunum. EPA/RITCHIE B. TONGO Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið ríkisstjórn Taívan leyfi til að kaupa rúmlega 60 orrustuþotur af gerðinni F-16. Líklegt þykir að ákvörðunin muni reita Kínverja til reiði en ríkin eiga nú í umfangsmiklum viðskiptaerjum. Bandaríkin hafa ekki selt Taívan orrustuþotur frá 1992. Einhverjir heimildarmenn Bloomberg segja ríkisstjórn Taívan einnig vilja kaupa skriðdreka. Starfsmenn Hvíta hússins vildu ekki tjá sig um málið og Varnarmálaráðuneyti Taívan segist ekki hafa fengið opinbert svar frá Bandaríkjunum við beiðni þeirra.Bloomberg hefur heimildir fyrir því að ráðgjafar Trump hafi hvatt ríkisstjórn Taívan til að óska formlega eftir orrustuþotum, sem þeir hafa nú gert. Beiðnin þarf þó að vera samþykkt af Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Utanríkisráðuneytinu og í kjölfar þess hefur fulltrúadeild Bandaríkjaþings 30 daga til að koma í veg fyrir söluna, sé vilji til þess.Bandaríkin höfðu hafnað beiðni ríkisstjórnar Taívan um að kaupa nýjar F-35 orrustuþotur.Hafa sífellt meiri áhyggjur af innrás Kínverja Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af því að Kínverjar muni ráðast inn í Taívan til að tryggja yfirráð sín yfir eyjunni. Donald Trump hefur tekið harðari stefnu gagnvart Taívan og Kína en gengur og gerist í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumTalsmaður Utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Kínverjar væru alfarið andvígir vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði Kínverja hafa komið mótmælum sínum á framfæri við Bandaríkjamenn og þeir hefðu verið hvattir til að sýna skilning á því hve viðkvæmt málið væri og að vopnasalan myndi valda skaða. Tsai Ing-wen, forseti Taívan, mun ferðast um Kyrrahafið í næstu viku en meðal annars stendur til þess að hún muni millilenda á Hawaii. Því hafa yfirvöld Kína mótmælt harðlega og hafa þeir beðið Bandaríkjamenn um að meina henni að millilenda þar. Kínverjar segja að það gæti sent frelsissinnum í Taívan „röng skilaboð“. Bandaríkin Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Forseti Kína hótar Taívönum Kínverjar útiloka ekki að beita hervaldi til að binda enda á sjálfstæði Taívans. 2. janúar 2019 07:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið ríkisstjórn Taívan leyfi til að kaupa rúmlega 60 orrustuþotur af gerðinni F-16. Líklegt þykir að ákvörðunin muni reita Kínverja til reiði en ríkin eiga nú í umfangsmiklum viðskiptaerjum. Bandaríkin hafa ekki selt Taívan orrustuþotur frá 1992. Einhverjir heimildarmenn Bloomberg segja ríkisstjórn Taívan einnig vilja kaupa skriðdreka. Starfsmenn Hvíta hússins vildu ekki tjá sig um málið og Varnarmálaráðuneyti Taívan segist ekki hafa fengið opinbert svar frá Bandaríkjunum við beiðni þeirra.Bloomberg hefur heimildir fyrir því að ráðgjafar Trump hafi hvatt ríkisstjórn Taívan til að óska formlega eftir orrustuþotum, sem þeir hafa nú gert. Beiðnin þarf þó að vera samþykkt af Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Utanríkisráðuneytinu og í kjölfar þess hefur fulltrúadeild Bandaríkjaþings 30 daga til að koma í veg fyrir söluna, sé vilji til þess.Bandaríkin höfðu hafnað beiðni ríkisstjórnar Taívan um að kaupa nýjar F-35 orrustuþotur.Hafa sífellt meiri áhyggjur af innrás Kínverja Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af því að Kínverjar muni ráðast inn í Taívan til að tryggja yfirráð sín yfir eyjunni. Donald Trump hefur tekið harðari stefnu gagnvart Taívan og Kína en gengur og gerist í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumTalsmaður Utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Kínverjar væru alfarið andvígir vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði Kínverja hafa komið mótmælum sínum á framfæri við Bandaríkjamenn og þeir hefðu verið hvattir til að sýna skilning á því hve viðkvæmt málið væri og að vopnasalan myndi valda skaða. Tsai Ing-wen, forseti Taívan, mun ferðast um Kyrrahafið í næstu viku en meðal annars stendur til þess að hún muni millilenda á Hawaii. Því hafa yfirvöld Kína mótmælt harðlega og hafa þeir beðið Bandaríkjamenn um að meina henni að millilenda þar. Kínverjar segja að það gæti sent frelsissinnum í Taívan „röng skilaboð“.
Bandaríkin Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Forseti Kína hótar Taívönum Kínverjar útiloka ekki að beita hervaldi til að binda enda á sjálfstæði Taívans. 2. janúar 2019 07:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15
Forseti Kína hótar Taívönum Kínverjar útiloka ekki að beita hervaldi til að binda enda á sjálfstæði Taívans. 2. janúar 2019 07:12