Tillaga um innleiðingu rafíþrótta í starf íþróttafélaga Björn Gíslason skrifar 28. mars 2019 21:51 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags. Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva. En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða? Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs. Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl. Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinar Eftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið. Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins. Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil. Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn. Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Björn Gíslason Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags. Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva. En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða? Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs. Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl. Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinar Eftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið. Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins. Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil. Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn. Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun