Hvað er líkt með bankahruninu og falli WOW? Þórir Garðarsson skrifar 29. mars 2019 10:34 Við þurfum ekki að örvænta um samkeppni í flugsamgöngum þó WOW sé horfið á braut. Auk Icelandair fljúga 15 erlend flugfélög hingað að vetri til og 25 að sumri til. Mörg félaganna fljúga á sömu leiðum og Icelandair. Samkeppnin er því fyrir hendi, þó hún sé ekki sú sama og með WOW. Umhverfið í flugsamgöngum er gjörbreytt frá því fyrir 16 árum þegar Iceland Express hóf starfsemi og bauð lægri fargjöld en áður höfðu þekkst. Þá var engin samkeppni að heitið gæti í millilandaflugi. Aðeins Icelandair flaug til Norður-Ameríku. Núna sinna fimm flugfélög þeim markaði, voru sex með WOW. Fjöldi lágfargjaldafélaga flýgur hingað alls staðar að úr Evrópu.Þarf tvö íslensk félög í millilandaflugi? Margir velta vöngum yfir hvort þörf sé fyrir tvö íslensk flugfélög til að sinna flugi yfir hafið með tengiflugvöll í Keflavík. Íslenski markaðurinn sem slíkur rís klárlega ekki undir því. Eigandi WOW áttaði sig á því fljótt í upphafi rekstrarins að hann yrði að fara í mikla útrás á erlenda samkeppnismarkaði. Sem hann og gerði. Ísland var of lítið. Endalok þeirrar útrásar minna um margt á íslensku bankaútrásina. Litli íslenski markaðurinn nægði ekki stórhuga víkingum. Gleðin réði ríkjum um stund, enginn vildi vera leiðinlegur og spilla partíinu. Þetta gekk svo vel - á yfirborðinu. En í báðum tilfellum fóru menn undirfjármagnaðir í áhættusaman rekstur og því fór sem fór.Við erum í góðum málum Þrátt fyrir fall WOW eru Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta í mjög góðum málum með flugsamgöngur til lengri tíma litið. Áhuginn á Íslandi erlendis er mikill og það skapar grundvöll fyrir erlend flugfélög til að stilla upp áætlunarferðum hingað, fyrst og fremst fyrir sitt heimafólk. Við Íslendingar njótum góðs af því í auknu úrvali áfangastaða og hagstæðum fargjöldum. Ávinningur ferðaþjónustunnar er mikill af því að stór erlend flugfélög setji Ísland á dagskrá og inn í sitt sölukerfi sem hefur gríðarlega útbreiðslu. Markaðssetning þessara félaga er afar dýrmæt og sparar okkur mikil útgjöld. Þó Icelandair sé eina flugfélagið í íslenskri eigu sem sinnir millilandaflugi, þá er það ekki hundrað í hættunni. Samkeppni erlendu flugfélaganna skapar aðhald og við getum hlúð að samkeppninni með því að halda Íslandi áfram sem áhugaverðum áfangastað á samkeppnishæfu verði.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Tengdar fréttir Lífið eftir WOW Stjórnarformaður Gray Line segir að ef rétt er haldið á spöðunum þá komi í ljós að það er líf eftir WOW. 28. mars 2019 15:30 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum ekki að örvænta um samkeppni í flugsamgöngum þó WOW sé horfið á braut. Auk Icelandair fljúga 15 erlend flugfélög hingað að vetri til og 25 að sumri til. Mörg félaganna fljúga á sömu leiðum og Icelandair. Samkeppnin er því fyrir hendi, þó hún sé ekki sú sama og með WOW. Umhverfið í flugsamgöngum er gjörbreytt frá því fyrir 16 árum þegar Iceland Express hóf starfsemi og bauð lægri fargjöld en áður höfðu þekkst. Þá var engin samkeppni að heitið gæti í millilandaflugi. Aðeins Icelandair flaug til Norður-Ameríku. Núna sinna fimm flugfélög þeim markaði, voru sex með WOW. Fjöldi lágfargjaldafélaga flýgur hingað alls staðar að úr Evrópu.Þarf tvö íslensk félög í millilandaflugi? Margir velta vöngum yfir hvort þörf sé fyrir tvö íslensk flugfélög til að sinna flugi yfir hafið með tengiflugvöll í Keflavík. Íslenski markaðurinn sem slíkur rís klárlega ekki undir því. Eigandi WOW áttaði sig á því fljótt í upphafi rekstrarins að hann yrði að fara í mikla útrás á erlenda samkeppnismarkaði. Sem hann og gerði. Ísland var of lítið. Endalok þeirrar útrásar minna um margt á íslensku bankaútrásina. Litli íslenski markaðurinn nægði ekki stórhuga víkingum. Gleðin réði ríkjum um stund, enginn vildi vera leiðinlegur og spilla partíinu. Þetta gekk svo vel - á yfirborðinu. En í báðum tilfellum fóru menn undirfjármagnaðir í áhættusaman rekstur og því fór sem fór.Við erum í góðum málum Þrátt fyrir fall WOW eru Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta í mjög góðum málum með flugsamgöngur til lengri tíma litið. Áhuginn á Íslandi erlendis er mikill og það skapar grundvöll fyrir erlend flugfélög til að stilla upp áætlunarferðum hingað, fyrst og fremst fyrir sitt heimafólk. Við Íslendingar njótum góðs af því í auknu úrvali áfangastaða og hagstæðum fargjöldum. Ávinningur ferðaþjónustunnar er mikill af því að stór erlend flugfélög setji Ísland á dagskrá og inn í sitt sölukerfi sem hefur gríðarlega útbreiðslu. Markaðssetning þessara félaga er afar dýrmæt og sparar okkur mikil útgjöld. Þó Icelandair sé eina flugfélagið í íslenskri eigu sem sinnir millilandaflugi, þá er það ekki hundrað í hættunni. Samkeppni erlendu flugfélaganna skapar aðhald og við getum hlúð að samkeppninni með því að halda Íslandi áfram sem áhugaverðum áfangastað á samkeppnishæfu verði.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Lífið eftir WOW Stjórnarformaður Gray Line segir að ef rétt er haldið á spöðunum þá komi í ljós að það er líf eftir WOW. 28. mars 2019 15:30
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar