Hvað er líkt með bankahruninu og falli WOW? Þórir Garðarsson skrifar 29. mars 2019 10:34 Við þurfum ekki að örvænta um samkeppni í flugsamgöngum þó WOW sé horfið á braut. Auk Icelandair fljúga 15 erlend flugfélög hingað að vetri til og 25 að sumri til. Mörg félaganna fljúga á sömu leiðum og Icelandair. Samkeppnin er því fyrir hendi, þó hún sé ekki sú sama og með WOW. Umhverfið í flugsamgöngum er gjörbreytt frá því fyrir 16 árum þegar Iceland Express hóf starfsemi og bauð lægri fargjöld en áður höfðu þekkst. Þá var engin samkeppni að heitið gæti í millilandaflugi. Aðeins Icelandair flaug til Norður-Ameríku. Núna sinna fimm flugfélög þeim markaði, voru sex með WOW. Fjöldi lágfargjaldafélaga flýgur hingað alls staðar að úr Evrópu.Þarf tvö íslensk félög í millilandaflugi? Margir velta vöngum yfir hvort þörf sé fyrir tvö íslensk flugfélög til að sinna flugi yfir hafið með tengiflugvöll í Keflavík. Íslenski markaðurinn sem slíkur rís klárlega ekki undir því. Eigandi WOW áttaði sig á því fljótt í upphafi rekstrarins að hann yrði að fara í mikla útrás á erlenda samkeppnismarkaði. Sem hann og gerði. Ísland var of lítið. Endalok þeirrar útrásar minna um margt á íslensku bankaútrásina. Litli íslenski markaðurinn nægði ekki stórhuga víkingum. Gleðin réði ríkjum um stund, enginn vildi vera leiðinlegur og spilla partíinu. Þetta gekk svo vel - á yfirborðinu. En í báðum tilfellum fóru menn undirfjármagnaðir í áhættusaman rekstur og því fór sem fór.Við erum í góðum málum Þrátt fyrir fall WOW eru Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta í mjög góðum málum með flugsamgöngur til lengri tíma litið. Áhuginn á Íslandi erlendis er mikill og það skapar grundvöll fyrir erlend flugfélög til að stilla upp áætlunarferðum hingað, fyrst og fremst fyrir sitt heimafólk. Við Íslendingar njótum góðs af því í auknu úrvali áfangastaða og hagstæðum fargjöldum. Ávinningur ferðaþjónustunnar er mikill af því að stór erlend flugfélög setji Ísland á dagskrá og inn í sitt sölukerfi sem hefur gríðarlega útbreiðslu. Markaðssetning þessara félaga er afar dýrmæt og sparar okkur mikil útgjöld. Þó Icelandair sé eina flugfélagið í íslenskri eigu sem sinnir millilandaflugi, þá er það ekki hundrað í hættunni. Samkeppni erlendu flugfélaganna skapar aðhald og við getum hlúð að samkeppninni með því að halda Íslandi áfram sem áhugaverðum áfangastað á samkeppnishæfu verði.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Tengdar fréttir Lífið eftir WOW Stjórnarformaður Gray Line segir að ef rétt er haldið á spöðunum þá komi í ljós að það er líf eftir WOW. 28. mars 2019 15:30 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum ekki að örvænta um samkeppni í flugsamgöngum þó WOW sé horfið á braut. Auk Icelandair fljúga 15 erlend flugfélög hingað að vetri til og 25 að sumri til. Mörg félaganna fljúga á sömu leiðum og Icelandair. Samkeppnin er því fyrir hendi, þó hún sé ekki sú sama og með WOW. Umhverfið í flugsamgöngum er gjörbreytt frá því fyrir 16 árum þegar Iceland Express hóf starfsemi og bauð lægri fargjöld en áður höfðu þekkst. Þá var engin samkeppni að heitið gæti í millilandaflugi. Aðeins Icelandair flaug til Norður-Ameríku. Núna sinna fimm flugfélög þeim markaði, voru sex með WOW. Fjöldi lágfargjaldafélaga flýgur hingað alls staðar að úr Evrópu.Þarf tvö íslensk félög í millilandaflugi? Margir velta vöngum yfir hvort þörf sé fyrir tvö íslensk flugfélög til að sinna flugi yfir hafið með tengiflugvöll í Keflavík. Íslenski markaðurinn sem slíkur rís klárlega ekki undir því. Eigandi WOW áttaði sig á því fljótt í upphafi rekstrarins að hann yrði að fara í mikla útrás á erlenda samkeppnismarkaði. Sem hann og gerði. Ísland var of lítið. Endalok þeirrar útrásar minna um margt á íslensku bankaútrásina. Litli íslenski markaðurinn nægði ekki stórhuga víkingum. Gleðin réði ríkjum um stund, enginn vildi vera leiðinlegur og spilla partíinu. Þetta gekk svo vel - á yfirborðinu. En í báðum tilfellum fóru menn undirfjármagnaðir í áhættusaman rekstur og því fór sem fór.Við erum í góðum málum Þrátt fyrir fall WOW eru Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta í mjög góðum málum með flugsamgöngur til lengri tíma litið. Áhuginn á Íslandi erlendis er mikill og það skapar grundvöll fyrir erlend flugfélög til að stilla upp áætlunarferðum hingað, fyrst og fremst fyrir sitt heimafólk. Við Íslendingar njótum góðs af því í auknu úrvali áfangastaða og hagstæðum fargjöldum. Ávinningur ferðaþjónustunnar er mikill af því að stór erlend flugfélög setji Ísland á dagskrá og inn í sitt sölukerfi sem hefur gríðarlega útbreiðslu. Markaðssetning þessara félaga er afar dýrmæt og sparar okkur mikil útgjöld. Þó Icelandair sé eina flugfélagið í íslenskri eigu sem sinnir millilandaflugi, þá er það ekki hundrað í hættunni. Samkeppni erlendu flugfélaganna skapar aðhald og við getum hlúð að samkeppninni með því að halda Íslandi áfram sem áhugaverðum áfangastað á samkeppnishæfu verði.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Lífið eftir WOW Stjórnarformaður Gray Line segir að ef rétt er haldið á spöðunum þá komi í ljós að það er líf eftir WOW. 28. mars 2019 15:30
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar