Ragir við að fylgja Trump í annan slag um heilbrigðiskerfið Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Cory Morse Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill leiða Repúblikanaflokkinn í annan slag um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó lítinn áhuga á að fylgja forsetanum í aðra lotu bardaga þar sem fyrsta lotan er sögð hafa spilað stóra rullu í því að flokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Repúblikanar hafa heitið því í mörg ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög ,sem kallast einnig Affordable Care Act (ACA) og byggja nýtt og betra heilbrigðiskerfi. Án árangurs þó. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins, varði miklu púðri í að reyna að fá nýtt heilbrigðisfrumvarp í gegnum báðar deildir þingsins árið 2017. Repúblikanar stjórnuðu þá báðum deildum en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að koma frumvarpinu í gegn.Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico skilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki af hverju Trump vill aftur í þennan tiltekna slag. Fáir þeirra hafa þó vilja segja eitthvað opinberlega.Trump hefur heitið því að Repúblikanaflokkurinn verði flokkur heilbrigðismála og hreyfingar séu að eiga sér stað innan dómskerfisins og stjórnsýslunnar.The Republican Party will become the Party of Great HealthCare! ObamaCare is a disaster, far too expensive and deductibility ridiculously high - virtually unusable! Moving forward in Courts and Legislatively! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2019AP fréttaveitan segir þó engin merki um að ríkisstjórn Trump, stofnanir eða þingmenn séu að vinna að þróun nýs heilbrigðisfrumvarps. Fyrr í þessari viku lýsti ríkisstjórn Trump því yfir við alríkisdómstól að fella ætti ACA-lögin niður eins og þau leggja sig. Verði það gert gætu milljónir manna misst heilbrigðistryggingar sínar á einu bretti.Sú ákvörðun kom þingmönnum Repúblikanaflokksins verulega á óvart og óttast þeir að ef lögin verði felld niður sitji þeir uppi með ábyrgðina gagnvart kjósendum og næsta ár er kosningaár. McConnell sagði í viðtali í vikunni að Trump mætti taka forystuna í þessu máli og sagðist hlakka til að sjá að hvaða samkomulagi hann kæmist við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann ætlaði frekar að beita sér gegn heilbrigðisfrumvarpi sem Demókratar opinberuðu í vikunni.Því frumvarpi er ætlað að fylla upp í skörð á ACA og myndi það gera fjölmörgum heimilum kleift að njóta aðstoðar við að greiða heilbrigðistryggingar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill leiða Repúblikanaflokkinn í annan slag um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó lítinn áhuga á að fylgja forsetanum í aðra lotu bardaga þar sem fyrsta lotan er sögð hafa spilað stóra rullu í því að flokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Repúblikanar hafa heitið því í mörg ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög ,sem kallast einnig Affordable Care Act (ACA) og byggja nýtt og betra heilbrigðiskerfi. Án árangurs þó. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins, varði miklu púðri í að reyna að fá nýtt heilbrigðisfrumvarp í gegnum báðar deildir þingsins árið 2017. Repúblikanar stjórnuðu þá báðum deildum en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að koma frumvarpinu í gegn.Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico skilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki af hverju Trump vill aftur í þennan tiltekna slag. Fáir þeirra hafa þó vilja segja eitthvað opinberlega.Trump hefur heitið því að Repúblikanaflokkurinn verði flokkur heilbrigðismála og hreyfingar séu að eiga sér stað innan dómskerfisins og stjórnsýslunnar.The Republican Party will become the Party of Great HealthCare! ObamaCare is a disaster, far too expensive and deductibility ridiculously high - virtually unusable! Moving forward in Courts and Legislatively! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2019AP fréttaveitan segir þó engin merki um að ríkisstjórn Trump, stofnanir eða þingmenn séu að vinna að þróun nýs heilbrigðisfrumvarps. Fyrr í þessari viku lýsti ríkisstjórn Trump því yfir við alríkisdómstól að fella ætti ACA-lögin niður eins og þau leggja sig. Verði það gert gætu milljónir manna misst heilbrigðistryggingar sínar á einu bretti.Sú ákvörðun kom þingmönnum Repúblikanaflokksins verulega á óvart og óttast þeir að ef lögin verði felld niður sitji þeir uppi með ábyrgðina gagnvart kjósendum og næsta ár er kosningaár. McConnell sagði í viðtali í vikunni að Trump mætti taka forystuna í þessu máli og sagðist hlakka til að sjá að hvaða samkomulagi hann kæmist við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann ætlaði frekar að beita sér gegn heilbrigðisfrumvarpi sem Demókratar opinberuðu í vikunni.Því frumvarpi er ætlað að fylla upp í skörð á ACA og myndi það gera fjölmörgum heimilum kleift að njóta aðstoðar við að greiða heilbrigðistryggingar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45