Það er nú eða aldrei Hanna Katrín Friðriksson skrifar 13. mars 2019 07:00 Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun