Tæp ein og hálf milljón búin að horfa á Gunnar dansa í spandexgallanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 11:30 Gunnar Nelson verður líklega ekki í þessum galla á laugardaginn. mynd/mjölnir Gunnar Nelson er kannski dulur og lætur ekki mikið fyrir sér fara nema þegar að hann er að afgreiða menn í búrinu í UFC en einu sinni á ári sleppir hann sér alveg í hinum víðfrægu árshátíðarmyndböndum Mjölnis. Þetta árið var gerð eftirlíking af kynþokkafulla tónlistarmyndbandinu Call on me eftir lagi Eric Prydz sem kom út árið 2004 en þar voru glæsilegar konur í ansi litlum klæðnaði að taka á því í ræktinni. Hjá Mjölnisfólkinu voru að sjálfsögðu bæði karlar og konur sem tóku á því í bráðskemmtilega myndbandi þar sem að Gunnar Nelson var sjálfur í níðþröngum spandexgalla að gera áhugaverðar æfingar. View this post on InstagramAn inside look at @GunniNelson's training camp #UFCLondon A post shared by ufc (@ufc) on Mar 11, 2019 at 2:24pm PDT Myndbandið hefur heldur betur vakið athygli erlendis en Instagram-síða UFC birti bút úr því hjá sér og er myndbandið komið með tæplega 1,5 milljónir áhorfa. Það er eitt vinsælasta myndbandið hjá þeim en UFC er með 13,1 milljón fylgjenda á Instagram. Gunnar mun vafalítið fá spurningar um þetta skemmtilega myndband á næstu dögum þegar að hann þarf að svara spurningum blaðamanna í aðdraganda bardagans stóra í Lundúnum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Vísir er að sjálfsögðu á staðnum og flytur ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari þar til að hann hefur lokið sér af í búrinu á laugardagskvöldið. Aðalhlutverkið í myndbandinu leikur María Nelson, systir Gunnars, sem leikstýrði því sömuleiðis en Garpur Ingason Elísabetarson sá um að taka upp og klippa það. MMA Tengdar fréttir Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. 13. mars 2019 10:00 UFC heimsótti Gunnar Nelson og Mjölnismenn til Íslands UFC Connected var með skemmtilega umfjöllun um Gunnar Nelson og hans fólk í Mjölni. 13. mars 2019 08:30 Gunnari var hent beint í vinnu í London Gunnar Nelson var varla lentur í London í gær er UFC var búið að setja hann í fyrsta verkefni bardagavikunnar. 13. mars 2019 07:00 Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Gunnar Nelson er hlaðinn lofi í aðdraganda bardagans á móti Leon Edwards. 12. mars 2019 14:15 Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Gunnar Nelson er kannski dulur og lætur ekki mikið fyrir sér fara nema þegar að hann er að afgreiða menn í búrinu í UFC en einu sinni á ári sleppir hann sér alveg í hinum víðfrægu árshátíðarmyndböndum Mjölnis. Þetta árið var gerð eftirlíking af kynþokkafulla tónlistarmyndbandinu Call on me eftir lagi Eric Prydz sem kom út árið 2004 en þar voru glæsilegar konur í ansi litlum klæðnaði að taka á því í ræktinni. Hjá Mjölnisfólkinu voru að sjálfsögðu bæði karlar og konur sem tóku á því í bráðskemmtilega myndbandi þar sem að Gunnar Nelson var sjálfur í níðþröngum spandexgalla að gera áhugaverðar æfingar. View this post on InstagramAn inside look at @GunniNelson's training camp #UFCLondon A post shared by ufc (@ufc) on Mar 11, 2019 at 2:24pm PDT Myndbandið hefur heldur betur vakið athygli erlendis en Instagram-síða UFC birti bút úr því hjá sér og er myndbandið komið með tæplega 1,5 milljónir áhorfa. Það er eitt vinsælasta myndbandið hjá þeim en UFC er með 13,1 milljón fylgjenda á Instagram. Gunnar mun vafalítið fá spurningar um þetta skemmtilega myndband á næstu dögum þegar að hann þarf að svara spurningum blaðamanna í aðdraganda bardagans stóra í Lundúnum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Vísir er að sjálfsögðu á staðnum og flytur ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari þar til að hann hefur lokið sér af í búrinu á laugardagskvöldið. Aðalhlutverkið í myndbandinu leikur María Nelson, systir Gunnars, sem leikstýrði því sömuleiðis en Garpur Ingason Elísabetarson sá um að taka upp og klippa það.
MMA Tengdar fréttir Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. 13. mars 2019 10:00 UFC heimsótti Gunnar Nelson og Mjölnismenn til Íslands UFC Connected var með skemmtilega umfjöllun um Gunnar Nelson og hans fólk í Mjölni. 13. mars 2019 08:30 Gunnari var hent beint í vinnu í London Gunnar Nelson var varla lentur í London í gær er UFC var búið að setja hann í fyrsta verkefni bardagavikunnar. 13. mars 2019 07:00 Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Gunnar Nelson er hlaðinn lofi í aðdraganda bardagans á móti Leon Edwards. 12. mars 2019 14:15 Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. 13. mars 2019 10:00
UFC heimsótti Gunnar Nelson og Mjölnismenn til Íslands UFC Connected var með skemmtilega umfjöllun um Gunnar Nelson og hans fólk í Mjölni. 13. mars 2019 08:30
Gunnari var hent beint í vinnu í London Gunnar Nelson var varla lentur í London í gær er UFC var búið að setja hann í fyrsta verkefni bardagavikunnar. 13. mars 2019 07:00
Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Gunnar Nelson er hlaðinn lofi í aðdraganda bardagans á móti Leon Edwards. 12. mars 2019 14:15
Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00