Gary Lineker spurði á Twitter og svarið var Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 23:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Getty/Victor Carretero Þetta var vikan þar sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi minntu okkur enn á ný hvað þeir eru rosalega góðir í fótbolta. Fyrir vikið blossaði enn á ný upp umræðan hvor sér betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Þeir eru jafnólíkir fótboltamenn og þeir eru góðir fótboltamenn. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt það ótal oft á sínum ferli hversu öflugir þeir eru og það standa fá met eftir sem þeir hafa ekki slegið. Umræðan er ekki aðeins um hvor þeirra sé betri heldur hvort annar þeirra sé besti knattspyrnumaður allra tíma.The final result is in: and congratulations, you have made the correct decision. For those of you who are disappointed with the outcome, worry ye not, I’ll repeat the poll in a couple of years. https://t.co/FKlk8wGK2U — Gary Lineker (@GaryLineker) March 14, 2019 Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri Juventus á Atletico Madrid þar sem ítalska liðið vann upp 2-0 forskot Spánverjanna frá því í fyrri leiknum. Kraftur, orka og útgleislun Cristiano Ronaldo í leiknum var engu lík þar sem hann keyrði sitt lið áfram og gerði ofan á það útslagið með þessum þremur mörkum. Daginn eftir var komið að Lionel Messi og hann brást ekki. Messi átti þátt í fjórum af fimm mörkum Barcelona í 5-1 sigri á Lyon, skoraði tvö sjálfur en átti einnig tvær stoðsendingar. Gary Lineker, fyrrum framherji enska landsliðsins og markakóngur á HM 1986, hefur átt farsælan sjónvarpsferil eftir að fótboltaferlinum lauk. Hann hefur unnið mikið fyrir BBC og er núna umsjónarmaður Meistaradeildarþáttarins á BT Sport sem og Match of the Day á BBC. Hann ákvað að spyrja fylgjendur sína á Twitter hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, og fékk nóg að svörum. Nú er niðurstaðan komin eins og sjá má hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Sjá meira
Þetta var vikan þar sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi minntu okkur enn á ný hvað þeir eru rosalega góðir í fótbolta. Fyrir vikið blossaði enn á ný upp umræðan hvor sér betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Þeir eru jafnólíkir fótboltamenn og þeir eru góðir fótboltamenn. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt það ótal oft á sínum ferli hversu öflugir þeir eru og það standa fá met eftir sem þeir hafa ekki slegið. Umræðan er ekki aðeins um hvor þeirra sé betri heldur hvort annar þeirra sé besti knattspyrnumaður allra tíma.The final result is in: and congratulations, you have made the correct decision. For those of you who are disappointed with the outcome, worry ye not, I’ll repeat the poll in a couple of years. https://t.co/FKlk8wGK2U — Gary Lineker (@GaryLineker) March 14, 2019 Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri Juventus á Atletico Madrid þar sem ítalska liðið vann upp 2-0 forskot Spánverjanna frá því í fyrri leiknum. Kraftur, orka og útgleislun Cristiano Ronaldo í leiknum var engu lík þar sem hann keyrði sitt lið áfram og gerði ofan á það útslagið með þessum þremur mörkum. Daginn eftir var komið að Lionel Messi og hann brást ekki. Messi átti þátt í fjórum af fimm mörkum Barcelona í 5-1 sigri á Lyon, skoraði tvö sjálfur en átti einnig tvær stoðsendingar. Gary Lineker, fyrrum framherji enska landsliðsins og markakóngur á HM 1986, hefur átt farsælan sjónvarpsferil eftir að fótboltaferlinum lauk. Hann hefur unnið mikið fyrir BBC og er núna umsjónarmaður Meistaradeildarþáttarins á BT Sport sem og Match of the Day á BBC. Hann ákvað að spyrja fylgjendur sína á Twitter hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, og fékk nóg að svörum. Nú er niðurstaðan komin eins og sjá má hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Sjá meira