Markmiðið er að útrýma fátækt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. mars 2019 08:00 Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar